Guðni sagður ekki drengur góður Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 11:50 Vík milli vina. Ólafur segir Guðna hafa gert sér fyrirsát í sjónvarpssal og framganga hans sé ódrengileg. Ólafur M. Magnússon hjá Kú Mjólkurbú ehf. og Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrum landbúnaðarráðherra, mættust í sjónvarpsþættinum Eyjan, sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt um úrskurð Samkeppnisstofnunar vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar. Guðni mætti grimmur til leiks og beindi talinu að meintri gjaldþrotasögu Ólafs. Ljóst má vera af viðbrögðum margra á netinu að fjölmörgum blöskrar framganga hans.Örvænting innan mjólkuriðnaðarinsÓlafi sjálfum er brugðið. „Jú, þetta kom mér algerlega að óvörum því ég þekki ekki Guðna á þessum nótum. Hélt að hann væri að gantast fyrir viðtalið, en þetta var undirbúið, þetta var fyrirsát, það átti að slátra mér í þessu viðtali. Getur vel verið að Guðna hafi litist svona vel á fallþungann.“ Ólafur vísar til þess að Guðni sagði við hann áður en viðtalið var tekið að sama hvað myndi ganga á í þættinum, þá myndu þeir tala saman eftir sem áður. Ólafur segir að síminn hafi ekki stoppað hjá sér í dag og í gær og er þá fólk ýmist að lýsa yfir stuðningi við sig og eða tjá vanþóknun sína á framgöngu Guðna. „Já, hún var í það minnsta ódrengileg. Mjólka fór aldrei í gjaldþrot og félagið er til ennþá. Við eigum þetta félag og þetta félag á stóran endurkröfurétt á Mjólkursamsöluna vegna oftekinna greiðslna fyrir mjólk. Þetta ber vitni um að mjólkuriðnaðurinn er kominn í algjört öngstræti með sinn málatilbúnað og komin mikil örvænting í þeirra herbúðir. Búið að taka ákvörðun hjá Mjólkursamsölunni um að sverta mitt mannorð.“Útskúfað úr bændasamfélaginuÓlafur segir að hann hafi átt í slagsmálum við Mjólkursamsöluna nú í um áratug og sú barátta hafi reynt mjög á fjölskyldu hans sem hefur mátt færa miklar fórnir á þeirri leið. „Yngsta dóttir mín var skelkuð þegar hún las það haft eftir Guðna á einhverjum miðlinum að það væri ekki búið að drepa mig ennþá. Hún skildi þetta ekki fyrst og hringdi í mig skelkuð og spurði hvað væri eiginlega í gangi, en hún er flogaveik og viðkvæm. Hún hefur ekki skilið þessa umræðu. Ég tel þetta ekki til sóma fyrir Guðna, ég tel þetta ódrengilega framgöngu, og hún ber vitni um mikla örvæntingu í herbúðum mjólkuriðnaðarins. Ég er ekki gallalaus og hef ekki alltaf sigið rétt til jarðar gagnvart fólki, er breyskur en hef staðið í þessari baráttu gegn mjólkurmafíunni af fullum heilindum.“ Fjölskyldu Ólafs er brugðið vegna þess sem nú gengur á og spyr sig hvort vert sé að leggja þetta, það er að bregðast við vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, til viðbótar við það sem á henni hefur dunið á undanförnum árum. „Við komum úr bændasamfélagi og það hafa verið rekin í okkur hornin úr öllum áttum vegna þessara mála. Dætur mínar hafa lent í einelti, samfélagið í Kjósinni snérust hreinlega gegn okkur. Í bændasamfélaginu hefur andað köldu til mín hvar sem ég hef komið. Við fluttum úr Kjósinni því fjölskyldunni var ekki vært þar. Í Kópavoginn þar sem okkur hefur verið tekið mjög vel og fjölskyldan blómstrað. Það hefur verið erfitt fyrir dætur mínar að vera dætur pabba síns,“ segir Ólafur sem á þrjár dætur.Sárnaði framganga Guðna Guðni er greinilega harður í horn að taka þegar mjólkuriðnaðurinn er annars vegar, Ólafur segir þetta hina heilögu kú í hans huga. „Ég veit eiginlega ekki almennilega hvaða Guðna ég var að mæta þarna. Því hann birtist mér allt í senn Guðni sögumaður, Guðni landbúnaðarráðherra og Guðni Ágústsson pr.maður Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólkursamsölunnar. Því hann lagði mikið upp úr því að bera blak að ýmsum sem hafa misstigið sig gagnvart okkur.“En, hvernig stendur vináttan eftir þessar væringar í sjónvarpssal? „Ég hef haft þann sið í lífinu að ég ber aldrei neinn kala til nokkurs manns, og ætla ekki að bera kala til Guðna, en ég verð að viðurkenna að mér sárnaði þessi framganga. Og fannst hún ódrengileg, af því að hann var að fara með ósannindi,“ segir Ólafur M. Magnússon. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Ólafur M. Magnússon hjá Kú Mjólkurbú ehf. og Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrum landbúnaðarráðherra, mættust í sjónvarpsþættinum Eyjan, sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt um úrskurð Samkeppnisstofnunar vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar. Guðni mætti grimmur til leiks og beindi talinu að meintri gjaldþrotasögu Ólafs. Ljóst má vera af viðbrögðum margra á netinu að fjölmörgum blöskrar framganga hans.Örvænting innan mjólkuriðnaðarinsÓlafi sjálfum er brugðið. „Jú, þetta kom mér algerlega að óvörum því ég þekki ekki Guðna á þessum nótum. Hélt að hann væri að gantast fyrir viðtalið, en þetta var undirbúið, þetta var fyrirsát, það átti að slátra mér í þessu viðtali. Getur vel verið að Guðna hafi litist svona vel á fallþungann.“ Ólafur vísar til þess að Guðni sagði við hann áður en viðtalið var tekið að sama hvað myndi ganga á í þættinum, þá myndu þeir tala saman eftir sem áður. Ólafur segir að síminn hafi ekki stoppað hjá sér í dag og í gær og er þá fólk ýmist að lýsa yfir stuðningi við sig og eða tjá vanþóknun sína á framgöngu Guðna. „Já, hún var í það minnsta ódrengileg. Mjólka fór aldrei í gjaldþrot og félagið er til ennþá. Við eigum þetta félag og þetta félag á stóran endurkröfurétt á Mjólkursamsöluna vegna oftekinna greiðslna fyrir mjólk. Þetta ber vitni um að mjólkuriðnaðurinn er kominn í algjört öngstræti með sinn málatilbúnað og komin mikil örvænting í þeirra herbúðir. Búið að taka ákvörðun hjá Mjólkursamsölunni um að sverta mitt mannorð.“Útskúfað úr bændasamfélaginuÓlafur segir að hann hafi átt í slagsmálum við Mjólkursamsöluna nú í um áratug og sú barátta hafi reynt mjög á fjölskyldu hans sem hefur mátt færa miklar fórnir á þeirri leið. „Yngsta dóttir mín var skelkuð þegar hún las það haft eftir Guðna á einhverjum miðlinum að það væri ekki búið að drepa mig ennþá. Hún skildi þetta ekki fyrst og hringdi í mig skelkuð og spurði hvað væri eiginlega í gangi, en hún er flogaveik og viðkvæm. Hún hefur ekki skilið þessa umræðu. Ég tel þetta ekki til sóma fyrir Guðna, ég tel þetta ódrengilega framgöngu, og hún ber vitni um mikla örvæntingu í herbúðum mjólkuriðnaðarins. Ég er ekki gallalaus og hef ekki alltaf sigið rétt til jarðar gagnvart fólki, er breyskur en hef staðið í þessari baráttu gegn mjólkurmafíunni af fullum heilindum.“ Fjölskyldu Ólafs er brugðið vegna þess sem nú gengur á og spyr sig hvort vert sé að leggja þetta, það er að bregðast við vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, til viðbótar við það sem á henni hefur dunið á undanförnum árum. „Við komum úr bændasamfélagi og það hafa verið rekin í okkur hornin úr öllum áttum vegna þessara mála. Dætur mínar hafa lent í einelti, samfélagið í Kjósinni snérust hreinlega gegn okkur. Í bændasamfélaginu hefur andað köldu til mín hvar sem ég hef komið. Við fluttum úr Kjósinni því fjölskyldunni var ekki vært þar. Í Kópavoginn þar sem okkur hefur verið tekið mjög vel og fjölskyldan blómstrað. Það hefur verið erfitt fyrir dætur mínar að vera dætur pabba síns,“ segir Ólafur sem á þrjár dætur.Sárnaði framganga Guðna Guðni er greinilega harður í horn að taka þegar mjólkuriðnaðurinn er annars vegar, Ólafur segir þetta hina heilögu kú í hans huga. „Ég veit eiginlega ekki almennilega hvaða Guðna ég var að mæta þarna. Því hann birtist mér allt í senn Guðni sögumaður, Guðni landbúnaðarráðherra og Guðni Ágústsson pr.maður Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólkursamsölunnar. Því hann lagði mikið upp úr því að bera blak að ýmsum sem hafa misstigið sig gagnvart okkur.“En, hvernig stendur vináttan eftir þessar væringar í sjónvarpssal? „Ég hef haft þann sið í lífinu að ég ber aldrei neinn kala til nokkurs manns, og ætla ekki að bera kala til Guðna, en ég verð að viðurkenna að mér sárnaði þessi framganga. Og fannst hún ódrengileg, af því að hann var að fara með ósannindi,“ segir Ólafur M. Magnússon.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira