Öskufalli gæti fylgt vatnsskortur Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2014 07:00 Grafík/Garðar-Svavar Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar. Bárðarbunga Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar.
Bárðarbunga Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira