EVE Online kemur út á frönsku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 14:22 Mynd/CCP EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.” Leikjavísir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.”
Leikjavísir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira