Enn reynir á Schumacher-fjölskylduna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2014 12:18 Michael og Ralf Schumacher Vísir/Getty Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. Þýska blaðið Closer segir frá því í dag að Ralf Schumacher, 39 ára bróðir Michael, hafi nú einungis samband við eiginkonu sína Coru í gegnum lögfræðinga. Bild er einnig með fréttir af skilnaði Ralf en hann og eiginkona hans bítast nú um þær 100 milljónir evra sem Ralf hefur unnið sér inn, húsin þeirra í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi sem og forræðið yfir 13 ára syni þeirra David. Ralf Schumacher er sex árum yngri en Michael og keppti á sínum tíma fyrir formúluliðin Jordan, Williams og Toyota en best náði hann fjórða sæti í keppni ökumanna 2001 og 2002 þegar hann keppti fyrir BMW Williams. Cora-Caroline Brinkmann hefur verið eiginkona Ralf Schumacher síðan 2001 en hún vann sem fyrirsæta. Þau eignuðust drenginn í október 2001 eða tæpum mánuði eftir að þau giftu sig. Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. Þýska blaðið Closer segir frá því í dag að Ralf Schumacher, 39 ára bróðir Michael, hafi nú einungis samband við eiginkonu sína Coru í gegnum lögfræðinga. Bild er einnig með fréttir af skilnaði Ralf en hann og eiginkona hans bítast nú um þær 100 milljónir evra sem Ralf hefur unnið sér inn, húsin þeirra í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi sem og forræðið yfir 13 ára syni þeirra David. Ralf Schumacher er sex árum yngri en Michael og keppti á sínum tíma fyrir formúluliðin Jordan, Williams og Toyota en best náði hann fjórða sæti í keppni ökumanna 2001 og 2002 þegar hann keppti fyrir BMW Williams. Cora-Caroline Brinkmann hefur verið eiginkona Ralf Schumacher síðan 2001 en hún vann sem fyrirsæta. Þau eignuðust drenginn í október 2001 eða tæpum mánuði eftir að þau giftu sig.
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira