Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. október 2014 11:55 Davíð Þór Björgvinsson. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar. Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar.
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
„Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent