Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Víkingur 2-0 | Keflvíkingar unnu en Víkingur á leiðinni til Evrópu Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 4. október 2014 12:45 vísir/andri marinó Keflvíkingar luku leiktíð sinni á háu nótunum með því að vinna Víkinga 2-0 á heimavelli sínum í dag. Elías Már Ómarsson sá um markaskorunina fyrir heimamenn. Þrátt fyrir að hafa tapað þá komast Víkingar í Evrópukeppnina. Til hamingju með það Víkingar. Leikur Keflavíkur og Víkinga fór heldur betur fjörlega af stað en það tók heimamenn ekki nema 58 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Elías Már Ómarsson en hann fékk boltann til sín inn á teig Víkinga eftir að innkasti var grýtt inn í teiginn og náði hann skoti á markið sem Kale náði ekki að halda fyrir utan þrátt fyrir að hafa haft hönd á boltanum. Keflvíkingar voru ákveðnari næstu mínútur á eftir en Víkingar skiljanlega slegnir út af laginu. Gestirnir hertu sig hinsvegar til muna þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum og úr varð fínasti fótbolta leikur þar sem bæði lið reyndu að sækja af krafti og voru það gestirnir sem sköpuðu ögn betri færi og klúðraði Pape Mamadou Faye færi fyrir opnu marki um miðbik hálfleiksins. Keflvíkingar náðu hinsvegar að nýta annað færi sem þeir sköpuðu sér þegar 10 mínútur voru til hálfleiks. Setja mætti spurningarmerki við varnarleik gestanna en Elías Már Ómarsson reyndi tvisvar sinnum skot í teig Víkinga, fyrra skiptið hitti Elías ekki boltann en enginn var til að hirða boltann af honum þannig að hann fékk annað tækifæri sem hann nýtti sér. Boltinn fór af varnarmanni og lak löturhægt að yfir línuna. Hörður Sveinsson gulltryggði að botlinn væri inni og gæti það orðið þannig að Hörður verði skráður fyrir markinu þegar búið er að fara yfir myndbandið. Hálfleikurinn leið síðan með svipuðum hætti og leikurinn hafði spilast. Bæði lið reyndu að sækja en færin létu þó á sér standa og Keflvíkingar vel að háfleliksstöðu sinni komnir 2-0. Víkingar voru þó enn í Evrópusætinu sökum stöðunnar í öðrum leikjum þegar 45 mínútur voru eftir af Íslandsmótinu. Ólafur Þórðarson hefur látið sína menn heldur betur heyra það í hálfleiksræðu sinni en Víkingarnir mættu heldur betur ákveðnir til leiks og voru búnir að skapa sér þónokkur færi þegar lítið var liðið af seinni hálfleik. Þeir áttu þó í stökustu vandræðum með að hitta á markið eða þá þegar þeir hittu á markið var Sandqvist fastur fyrir í marki heimamanna. Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik og þrátt fyrir yfirburði Víkinga náðu þeir ekki að skora mark. Víkingar voru meira með boltann en Keflvíkingar fengu sín færi úr skyndisóknum en náðu ekki að nýta sér þær til að bæta við mörkum. Keflvíkingar sigldu sigrinum heim og enda mótið með besta móti og færði sigurinn í dag þá upp í sjöunda sæti deildarinnar. Víkingar, þrátt fyrir að það hafi staðið tæpt á ákveðnum stundum í dag, geta fagnað því þrátt fyrir tap í Keflavík munu þeir leika í Evrópukeppni félagsliða. Þeir geta þakkað Fram og Breiðablik fyrir þá staðreynd þar sem Valur og Fylkir töpuðu á móti ofangreindum liðum.Ólafur Þórðarson: Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan Þrátt fyrir tap í dag var Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, kampakátur í leikslok enda hann að stýra liði sem tók Evrópusæti í Pepsi-deild karla fyrr í dag. Hann fór yfir leikinn fyrir frá sínum sjónarhóli fyrir blaðamenn. „Þetta var súrsætt í dag, við byrjuðum leikinn steinsofandi og gefum þeim mark í byrjun. Við sáum í raun og veru ekki til sólar í fyrri hálfleik. Engu að síður vorum við meira með boltann í fyrri hálfleik en búum okkur ekki neitt til. Við fórum svo bara yfir stöðuna í hálfleik og gerðum nokkrar breytingar og vorum mun betra lið í seinni háfleiknum en náum ekki að skora mark þannig að það var sama sagan í þeim efnum.“ Ólafur var því næst spurður hvernig hálfleiksræðan hans hafi verið. „Það hefði verið mjög erfitt að taka hana upp ef míkrófónninn væri svona nálægt, þannig að ég er ekkert að hafa hana eftir. Ég lét strákana auðvitað heyra það enda var mikið undir í dag og við að tapa í hálfleik. Það voru miklar tilfinningar í spilinu og um leið og maður að hafa þær þá getur maður bara lagst í kistuna og hætt þessu“, sagði Ólafur af sinn alkunnu snilld. „Við fylgdumst vel með stöðunni í öðrum leikjum þannig að maginn og hjartað var alveg á fullu en þannig á þetta bara að vera. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan.“ „Þetta var aldrei líklegt hjá Fylki í dag, ég þekki þá. Ég sendi kveðju í Árbæinn“, sagði Ólafur að lokum þegar hann var spurður hvort að hann gæti þakkað Frömurum og þá sérstaklega Skagamanninum Bjarna Guðjónssyni fyrir greiða í dag.Kristján Guðmundsson: Örlítið frá settum markmiðum í sumar „Jú jú það skiptir miklu máli að vinna fótboltaleiki og ekki síst í lok móts. Þetta fleytir okkur inn í næsta mót og mjög gott að halda hreinu í tveimur síðustu leikjum. Sigurinn fleytir okkur upp í sjöunda sæti í deildinni“, voru fyrstu viðbrögð Kristjáns Guðmundssonar þjálfar Keflavíkur eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn náttúrulega gríðarlega vel og skorum á fyrstu mínútu. Síðan smitast streitustigið hjá Víkingunum aðeins yfir í okkur og við vorum ekki alveg nógu góðir að halda það var allt í lagi samt þar sem við skorum annað mark. Í seinni hálfleik leystu Víkingarnir leikinn upp og settu fjóra menn á toppinn en náðu ekki að nýta það og ekki við heldur. Leikurinn var pínu í uppnámi en samt einhver vitglóra í þessu.“ Kristján var beðinn um að gera tímabilið upp og sagði, „Niðurstaðan er örlítið frá því sem við ætluðum okkur, við skemmtum okkur vel í bikarnum og fórum í úrslit eins og við vorum búnir í laumi að stefna að. Stefnan var sett á sjötta sæti í deildinni og endum í sjöunda. Við erum ekki langt frá markmiðum okkar og erum tveimur leikjum frá Evrópusæti, þannig að deildin var mjög jöfn í ár og mismunandi á hvaða tímapunktum lið voru að tapa stigum í sumar.“ „Það er alltaf verið að hugsa um næstu skref í þessum bransa enda gengur ekki annað ef þú ert í fótboltanum“, sagði Kristján þegar hann var spurður að því hvort undirbúningur fyrir næsta tímabil væri hafinn og þegar hann var spurður hvort hann væri tilbúinn að halda áfram með Keflavík á næsta tímabili var svarið: „Ég þarf að spyrja dætur mínar, þær láta mig vita.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Keflvíkingar luku leiktíð sinni á háu nótunum með því að vinna Víkinga 2-0 á heimavelli sínum í dag. Elías Már Ómarsson sá um markaskorunina fyrir heimamenn. Þrátt fyrir að hafa tapað þá komast Víkingar í Evrópukeppnina. Til hamingju með það Víkingar. Leikur Keflavíkur og Víkinga fór heldur betur fjörlega af stað en það tók heimamenn ekki nema 58 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Elías Már Ómarsson en hann fékk boltann til sín inn á teig Víkinga eftir að innkasti var grýtt inn í teiginn og náði hann skoti á markið sem Kale náði ekki að halda fyrir utan þrátt fyrir að hafa haft hönd á boltanum. Keflvíkingar voru ákveðnari næstu mínútur á eftir en Víkingar skiljanlega slegnir út af laginu. Gestirnir hertu sig hinsvegar til muna þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum og úr varð fínasti fótbolta leikur þar sem bæði lið reyndu að sækja af krafti og voru það gestirnir sem sköpuðu ögn betri færi og klúðraði Pape Mamadou Faye færi fyrir opnu marki um miðbik hálfleiksins. Keflvíkingar náðu hinsvegar að nýta annað færi sem þeir sköpuðu sér þegar 10 mínútur voru til hálfleiks. Setja mætti spurningarmerki við varnarleik gestanna en Elías Már Ómarsson reyndi tvisvar sinnum skot í teig Víkinga, fyrra skiptið hitti Elías ekki boltann en enginn var til að hirða boltann af honum þannig að hann fékk annað tækifæri sem hann nýtti sér. Boltinn fór af varnarmanni og lak löturhægt að yfir línuna. Hörður Sveinsson gulltryggði að botlinn væri inni og gæti það orðið þannig að Hörður verði skráður fyrir markinu þegar búið er að fara yfir myndbandið. Hálfleikurinn leið síðan með svipuðum hætti og leikurinn hafði spilast. Bæði lið reyndu að sækja en færin létu þó á sér standa og Keflvíkingar vel að háfleliksstöðu sinni komnir 2-0. Víkingar voru þó enn í Evrópusætinu sökum stöðunnar í öðrum leikjum þegar 45 mínútur voru eftir af Íslandsmótinu. Ólafur Þórðarson hefur látið sína menn heldur betur heyra það í hálfleiksræðu sinni en Víkingarnir mættu heldur betur ákveðnir til leiks og voru búnir að skapa sér þónokkur færi þegar lítið var liðið af seinni hálfleik. Þeir áttu þó í stökustu vandræðum með að hitta á markið eða þá þegar þeir hittu á markið var Sandqvist fastur fyrir í marki heimamanna. Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik og þrátt fyrir yfirburði Víkinga náðu þeir ekki að skora mark. Víkingar voru meira með boltann en Keflvíkingar fengu sín færi úr skyndisóknum en náðu ekki að nýta sér þær til að bæta við mörkum. Keflvíkingar sigldu sigrinum heim og enda mótið með besta móti og færði sigurinn í dag þá upp í sjöunda sæti deildarinnar. Víkingar, þrátt fyrir að það hafi staðið tæpt á ákveðnum stundum í dag, geta fagnað því þrátt fyrir tap í Keflavík munu þeir leika í Evrópukeppni félagsliða. Þeir geta þakkað Fram og Breiðablik fyrir þá staðreynd þar sem Valur og Fylkir töpuðu á móti ofangreindum liðum.Ólafur Þórðarson: Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan Þrátt fyrir tap í dag var Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, kampakátur í leikslok enda hann að stýra liði sem tók Evrópusæti í Pepsi-deild karla fyrr í dag. Hann fór yfir leikinn fyrir frá sínum sjónarhóli fyrir blaðamenn. „Þetta var súrsætt í dag, við byrjuðum leikinn steinsofandi og gefum þeim mark í byrjun. Við sáum í raun og veru ekki til sólar í fyrri hálfleik. Engu að síður vorum við meira með boltann í fyrri hálfleik en búum okkur ekki neitt til. Við fórum svo bara yfir stöðuna í hálfleik og gerðum nokkrar breytingar og vorum mun betra lið í seinni háfleiknum en náum ekki að skora mark þannig að það var sama sagan í þeim efnum.“ Ólafur var því næst spurður hvernig hálfleiksræðan hans hafi verið. „Það hefði verið mjög erfitt að taka hana upp ef míkrófónninn væri svona nálægt, þannig að ég er ekkert að hafa hana eftir. Ég lét strákana auðvitað heyra það enda var mikið undir í dag og við að tapa í hálfleik. Það voru miklar tilfinningar í spilinu og um leið og maður að hafa þær þá getur maður bara lagst í kistuna og hætt þessu“, sagði Ólafur af sinn alkunnu snilld. „Við fylgdumst vel með stöðunni í öðrum leikjum þannig að maginn og hjartað var alveg á fullu en þannig á þetta bara að vera. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan.“ „Þetta var aldrei líklegt hjá Fylki í dag, ég þekki þá. Ég sendi kveðju í Árbæinn“, sagði Ólafur að lokum þegar hann var spurður hvort að hann gæti þakkað Frömurum og þá sérstaklega Skagamanninum Bjarna Guðjónssyni fyrir greiða í dag.Kristján Guðmundsson: Örlítið frá settum markmiðum í sumar „Jú jú það skiptir miklu máli að vinna fótboltaleiki og ekki síst í lok móts. Þetta fleytir okkur inn í næsta mót og mjög gott að halda hreinu í tveimur síðustu leikjum. Sigurinn fleytir okkur upp í sjöunda sæti í deildinni“, voru fyrstu viðbrögð Kristjáns Guðmundssonar þjálfar Keflavíkur eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn náttúrulega gríðarlega vel og skorum á fyrstu mínútu. Síðan smitast streitustigið hjá Víkingunum aðeins yfir í okkur og við vorum ekki alveg nógu góðir að halda það var allt í lagi samt þar sem við skorum annað mark. Í seinni hálfleik leystu Víkingarnir leikinn upp og settu fjóra menn á toppinn en náðu ekki að nýta það og ekki við heldur. Leikurinn var pínu í uppnámi en samt einhver vitglóra í þessu.“ Kristján var beðinn um að gera tímabilið upp og sagði, „Niðurstaðan er örlítið frá því sem við ætluðum okkur, við skemmtum okkur vel í bikarnum og fórum í úrslit eins og við vorum búnir í laumi að stefna að. Stefnan var sett á sjötta sæti í deildinni og endum í sjöunda. Við erum ekki langt frá markmiðum okkar og erum tveimur leikjum frá Evrópusæti, þannig að deildin var mjög jöfn í ár og mismunandi á hvaða tímapunktum lið voru að tapa stigum í sumar.“ „Það er alltaf verið að hugsa um næstu skref í þessum bransa enda gengur ekki annað ef þú ert í fótboltanum“, sagði Kristján þegar hann var spurður að því hvort undirbúningur fyrir næsta tímabil væri hafinn og þegar hann var spurður hvort hann væri tilbúinn að halda áfram með Keflavík á næsta tímabili var svarið: „Ég þarf að spyrja dætur mínar, þær láta mig vita.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira