„Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:02 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Richard Pelham Ruben Amorim, stjóri Man. Utd, var vissulega raunsær á framhaldið í viðtali eftir 1-1 jafntefli Manchester United á móti Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira