„Situr samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 20:52 Þingkonan lætur lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa sárnað við lesturinn og ætlar að halda sínu striki. „Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira