Innlent

Minni virkni í miðgígnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hraun úr miðgígnum hefur verið að flæða með varnargörðunum kringum Svartsengi og Bláa lónið.
Hraun úr miðgígnum hefur verið að flæða með varnargörðunum kringum Svartsengi og Bláa lónið. Vísir/Vilhelm

Dregið hefur úr virkni í miðgígnum í Sundhnúkagígsröðinni. Það er sagt hafa gerst um klukkan fimm í morgun en þá dró úr gosóróa og samhliða því minnkaði sjáanleg virkni í gígnum, sem hefur verið hvað virkast af þremur hingað til.

Undanfarnar daga hefur syðsti gígurinn verið minnstur en í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að virkni í honum, og í nyrsta gígnum, virðist óbreytt að svo stöddu.

Miðgígurinn er sá sem hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og áfram með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Minni hraunflæði úr honum ætti að létta leiða tli minna flæðis við varnargarðana, sem verið er að hækka vegna hárra hraungarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×