Formaður stuðningsmannaklúbbs Lilleström: Rúnar yrði vinsæll kostur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 10:45 Rúnar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í þrígang sem þjálfari KR. Vísir/Valli Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58
„Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00