Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðuna: „Endursýna gamalt efni“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. október 2014 16:36 Orð Sigmundar Davíðs um endursýnt efni féllu í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni. Vísir / GVA „Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni. Alþingi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni.
Alþingi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira