„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:58 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“ Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11