Tíu leiðir til að láta fötin þín líta út eins og þau séu dýrari en þau eru Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2014 19:30 Það er ekki á allra færi að kaupa rándýra merkjavöru og þurfa að láta sér nægja að versla ódýran tískufatnað, skó og töskur.Blaðamenn tímaritsins Marie Claire bjóða lesendum upp á tíu ráð sem geta hjálpað við að láta föt, hæla og töskur líta út fyrir að vera dýrara en það er í raun og veru.1. Skiptið tölum út Eyðið nokkrum krónum í nýjar tölur og skiptið um tölur á kápum, jökkum eða jafvel skyrtum. Það er ótrúlegt hvað litlar tölur geta gert mikið fyrir klæðnað.2. Farið með fötin í hreinsun Ódýr föt líta mun betur út ef þau eru sett í hreinsun. Það fer líka mun betur með fötin og þau endast lengur.3. Fjarlægið óþarfa aukahluti Takið allt óþarfa glingur af töskum. Það gerir þær strax mun fágaðri og klassískari.4. Passið uppá hlutina ykkar Hugsið vel um skó, töskur og fatnað, þó þessir hlutir hafi ekki kostað ykkur mikið. Góð meðferð tryggir betra ástand flíkanna og þær endast mun lengur ef hugsað er vel um þær.5. Kaupið karlmannsföt Oft er betra efni í karlmannsfötum í ódýrari kantinum. Minni stærðir passa yfirleitt á konur og um að gera að kaupa klæðnað sem búinn er til fyrir karlmenn, sérstaklega ef sniðið er frekar hlutlaust.6. Farið til skósmiðs Látið skósmið lappa upp á skóna og látið fljótlega skipta um skósóla á ódýrum skóm, áður en þeir byrja að eyðast.7. Hafið allt í röð og reglu Hengið klæðnað upp á almennilegum herðatrjám, til dæmis úr við eða á herðatrjám sem eru bólstruð. Raðið skóm og töskum í fallega hillu þannig að þær fái sitt pláss.8. Farið til klæðskera Oft er hægt að breyta ódýrum fötum lítillega þannig að þær virki dýrari. En vissara er að láta klæðskera sjá um það.9. Skiptið um töskuólar Það getur verið tímafrekt að skipta um ólar á töskum en það borgar sig - sérstaklega þegar gömlu ólarnar eru farnar að veðrast.10. Fjarlægið verðmerkingar Stundum breytir það öllu að taka verðmiðann af ódýrri flík. Rífið hann í tætlur og hendið honum í ruslið svo þið þurfið aldrei að sjá hann aftur. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það er ekki á allra færi að kaupa rándýra merkjavöru og þurfa að láta sér nægja að versla ódýran tískufatnað, skó og töskur.Blaðamenn tímaritsins Marie Claire bjóða lesendum upp á tíu ráð sem geta hjálpað við að láta föt, hæla og töskur líta út fyrir að vera dýrara en það er í raun og veru.1. Skiptið tölum út Eyðið nokkrum krónum í nýjar tölur og skiptið um tölur á kápum, jökkum eða jafvel skyrtum. Það er ótrúlegt hvað litlar tölur geta gert mikið fyrir klæðnað.2. Farið með fötin í hreinsun Ódýr föt líta mun betur út ef þau eru sett í hreinsun. Það fer líka mun betur með fötin og þau endast lengur.3. Fjarlægið óþarfa aukahluti Takið allt óþarfa glingur af töskum. Það gerir þær strax mun fágaðri og klassískari.4. Passið uppá hlutina ykkar Hugsið vel um skó, töskur og fatnað, þó þessir hlutir hafi ekki kostað ykkur mikið. Góð meðferð tryggir betra ástand flíkanna og þær endast mun lengur ef hugsað er vel um þær.5. Kaupið karlmannsföt Oft er betra efni í karlmannsfötum í ódýrari kantinum. Minni stærðir passa yfirleitt á konur og um að gera að kaupa klæðnað sem búinn er til fyrir karlmenn, sérstaklega ef sniðið er frekar hlutlaust.6. Farið til skósmiðs Látið skósmið lappa upp á skóna og látið fljótlega skipta um skósóla á ódýrum skóm, áður en þeir byrja að eyðast.7. Hafið allt í röð og reglu Hengið klæðnað upp á almennilegum herðatrjám, til dæmis úr við eða á herðatrjám sem eru bólstruð. Raðið skóm og töskum í fallega hillu þannig að þær fái sitt pláss.8. Farið til klæðskera Oft er hægt að breyta ódýrum fötum lítillega þannig að þær virki dýrari. En vissara er að láta klæðskera sjá um það.9. Skiptið um töskuólar Það getur verið tímafrekt að skipta um ólar á töskum en það borgar sig - sérstaklega þegar gömlu ólarnar eru farnar að veðrast.10. Fjarlægið verðmerkingar Stundum breytir það öllu að taka verðmiðann af ódýrri flík. Rífið hann í tætlur og hendið honum í ruslið svo þið þurfið aldrei að sjá hann aftur.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira