Lífið

Gagnrýnir bók bróður síns harðlega

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sævar birti kaflabrot úr bókinni í vikunni.
Sævar birti kaflabrot úr bókinni í vikunni.
Systir Sævars Poetrix gagnrýnir frásögn bróður síns í væntanlegri bók harðlega. „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt, en samviskan mín tekur hér við og segir stopp,“ skrifar Supriya Sunneva Kolandavelu á Facebook-síðu sína. Sævar birti brot úr bókinni á Facebook í vikunni en í henni fjallar hann um stormasama æsku.  

Fjallað var um bókarbrotið á Vísi í gær þar sem rætt var við Sævar sem sagðist hafa fengið góðar viðtökur við kaflanum. „Fólk hefur aðallega verið mjög jákvætt og mjög snortið yfir þessu,“ sagði hann. „Sannleikurinn er auðveldasta leiðin til að lifa. Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig.“

Supriya segir margt vera rangt í frásögn bróður síns. „Ég ólst upp á sama heimili og mín lýsing á líka rétt á sér, fyrst þetta er komið í blöðin. Ég fylgdi fast á hæla bróður míns og passaði hann á meðan hann passaði ekkert nema sjálfan sig. Ég veit að 70% af þeim lýsingum sem ég hef lesið í sýnishorni hans, eru ekki sannar,“ skrifar hún.

Í kaflabrotinu sem þegar hefur verið birt úr bókinni lýsir Sævar ömurlegri æsku. „Matarlausu dagarnir, sumrin sem ég eyddi lokaður undir stiga, margra klukkustunda ísköld böð, blóðugar barsmíðar, kvikindislegar niðurlægingar fyrir framan vini mína,“ segir meðal annars í brotinu. Hann stefnir að því að gefa út bókina, sem heitir Hvernig á að rústa lífi sínu... og vera alveg sama, 15. nóvember.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.