Volvo vex hraðast lúxusbílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 09:41 Volvo V40. Sala Volvo bíla í Evrópu jókst um 12,9% á fyrstu 8 mánuðum ársins og það setur Volvo í efsta sætið meðal 5 stærstu lúxusbílaframleiðenda álfunnar. Sala Volvo bíla í Kína jókst um 36,9% á sama tímabili en minnkaði um 10,9% í Bandaríkjunum. Taka skal fram að Volvo á langt í land hvað sölumagn bíla varðar í samanburði við BMW, Audi og Mercedes Benz. Best gekk að selja Volvo bíla í Þýskalandi, Bretlandi og á heimavígstöðvunum í Svíþjóð, en einnig varð ágæt aukning í sölu á Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Póllandi. Kaupendur bíla hafa tekið endusköpuðum bílgerðum Volvo S60, V60, XC60, V70, XC70 og S80 vel og hefur Volvo tekist að endurnýja þær allar á fremur skömmum tíma. Volvo á enn inni söluna á XC90 jeppann sem nýverið var kynntur og er búist við því að hann muni bæta hressilega við söluna hjá Volvo. Ekki er þó enn farið að afhenda nýjan XC90 til kaupenda en pantanir á bílnum gefur Volvo ástæðu til bjartsýni. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent
Sala Volvo bíla í Evrópu jókst um 12,9% á fyrstu 8 mánuðum ársins og það setur Volvo í efsta sætið meðal 5 stærstu lúxusbílaframleiðenda álfunnar. Sala Volvo bíla í Kína jókst um 36,9% á sama tímabili en minnkaði um 10,9% í Bandaríkjunum. Taka skal fram að Volvo á langt í land hvað sölumagn bíla varðar í samanburði við BMW, Audi og Mercedes Benz. Best gekk að selja Volvo bíla í Þýskalandi, Bretlandi og á heimavígstöðvunum í Svíþjóð, en einnig varð ágæt aukning í sölu á Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Póllandi. Kaupendur bíla hafa tekið endusköpuðum bílgerðum Volvo S60, V60, XC60, V70, XC70 og S80 vel og hefur Volvo tekist að endurnýja þær allar á fremur skömmum tíma. Volvo á enn inni söluna á XC90 jeppann sem nýverið var kynntur og er búist við því að hann muni bæta hressilega við söluna hjá Volvo. Ekki er þó enn farið að afhenda nýjan XC90 til kaupenda en pantanir á bílnum gefur Volvo ástæðu til bjartsýni.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent