Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2014 12:54 Á myndinni frá því í gærkvöldi er rauðkálið blátt en á myndinni til hægri má sjá hvernig rauðkálið var orðið bleikt út af súru andrúmslofti. Mynd/Sigurður Mar Halldórsson Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum. Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.
Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56
Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47
Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00
Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53