„Sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2014 21:42 Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan. Brestir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan.
Brestir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira