En kossar eru ekki bara kossar.
Mömmukossar, kinnakossar, franskir kossar, sleikar, góðir kossar, blautir kossar, þurrir kossar, slæmir kossar og algjörlega óþarfir kossar eða alls ekki nægjanlega margir kossar. Kossar eru hreinlega allskonar og flestir hafa sögur af margskonar kossum. Suma langar mann að kyssa en má það ekki. Aðra þarf maður að kyssa en langar það alls ekki.
Þú getur sungið með lögum um kossa og horft á bestu kossa kvikmyndanna en af hverju ætli mannfólkið sé alltaf að kyssast?