Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 09:44 Audi keppnisbílar af ýmsu tagi. Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent
Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent