Lagið samdi hún með upptökustjórunum Benny Blanco, Ryan Tedder og Noel Zancanella en lagið er hægt að kaupa á iTunes.
Brot úr myndbandi við lagið verður sýnt í raunveruleikaþættinum The Voice á sjónvarpsstöðinni NBC í kvöld en allt myndbandið verður frumsýnt á morgun á Vevo.
Baby Don't Lie verður á þriðju sólóplötu söngkonunnar en ekki er ljóst hvenær hún kemur út. Síðasta sólóplata Gwen, The Sweet Escape, kom út árið 2006.