Volvo skapar 1.300 ný störf í Gautaborg Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 11:26 Nýi Volvo XC90 jeppinn fær góðar viðtökur og á stærstan þátt í stækkun verksmiðjunnar í Torslanda. Volvo er að stækka verksmiðjur sýnar í Torslanda í nágrenni Gautaborgar í Svíþjóð til að mæta eftirspurn eftir nýjum bílum sínum. Meðal annars mun Volvo bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjunum auk þess að stækka þær verulega. Því verður unnið að smíði Volvo bíla allan sólarhringinn í Torslanda. Eftir breytingarnar munu verksmiðjurnar í Torslanda geta framleitt 300.000 bíla á ári. Það er ekki síst framleiðsla á hinum nýja XC90 jeppa Volvo sem krefst þessara nýju starfa og verða starfsmenn orðnir 4.600 eftir breytingarnar. Verksmiðjan í Torslanda eru 50 ára gömul í ár en Volvo fyrirtækið er nú 87 ára. Stækkun verksmiðjunnar í Torslanda er liður í 1.320 milljarða fjárfestingu kínverska bílaframleiðandans Geely í Volvo, en Geely á sem kunnugt er Volvo og keypti fyrirtækið af Ford árið 2010. Það stefnir í 470.000 bíla framleiðslu hjá Volvo í ár og næsta ár verður framleiðslan talsvert meiri. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent
Volvo er að stækka verksmiðjur sýnar í Torslanda í nágrenni Gautaborgar í Svíþjóð til að mæta eftirspurn eftir nýjum bílum sínum. Meðal annars mun Volvo bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjunum auk þess að stækka þær verulega. Því verður unnið að smíði Volvo bíla allan sólarhringinn í Torslanda. Eftir breytingarnar munu verksmiðjurnar í Torslanda geta framleitt 300.000 bíla á ári. Það er ekki síst framleiðsla á hinum nýja XC90 jeppa Volvo sem krefst þessara nýju starfa og verða starfsmenn orðnir 4.600 eftir breytingarnar. Verksmiðjan í Torslanda eru 50 ára gömul í ár en Volvo fyrirtækið er nú 87 ára. Stækkun verksmiðjunnar í Torslanda er liður í 1.320 milljarða fjárfestingu kínverska bílaframleiðandans Geely í Volvo, en Geely á sem kunnugt er Volvo og keypti fyrirtækið af Ford árið 2010. Það stefnir í 470.000 bíla framleiðslu hjá Volvo í ár og næsta ár verður framleiðslan talsvert meiri.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent