„Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna“ Stefán Árni skrifar 9. nóvember 2014 18:32 „Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“ Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“
Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira