„Við erum að koma hérna í fjórða sinn og þetta er alltaf jafn gaman“, segja þau Sebastien Dehesdin og Lauren Down, en þau eru tónlistarblaðamenn sem hafa undanfarin ár séð um tónlistarumfjöllun fyrir tónlistarvefinn The Line of Best Fit í Bretlandi.
Sebastien og Lauren segjast vera hrifin af tímasetningu hátíðarinnar, sem gerir ómögulegt fyrir tónleikagesti að gista í tjaldi, en það er oft vaninn á tónlistarhátíðum.
„Við gistum mikið í tjöldum þegar við erum að gera umfjallanir um tónlistarhátíðir, og það er bara algjör snilld að hafa það ekki einu sinni inni í myndinni. Það er miklu meira spennandi að hafa hátíðina í borginni en á einhverju tjaldsvæði“, segja þau og eru sammála um tjaldleysið sé góð tilbreyting.
Sebastien og Lauren segjast vera spenntust að sjá hljómsveitirnar The War on Drugs og Future Island, auk íslensku hljómsveitarinnar Samaris.
„Það eru svo margar frábærar hljómsveitir,“ segja þau áður en þau hlaupa inn í Silfurberg á næstu tónleika.
Fólkið á Airwaves: Best að þurfa ekki að gista í tjaldi

Tengdar fréttir

Fólkið á Airwaves: Missti af uppáhaldshljómsveitinni
Joelle frá Wisconsin missti af Agent Fresco vegna biðraðar.

Fólkið á Airwaves: Ekkert jafnast á við íslenskt reggí
VInkonurnar Maddalena Cebese og Victoria Wadersee elska íslenskt reggí.

Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið
Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.

Fólkið á Airwaves: Í hlutverki vængkonunnar
Afmælisbarnið Jill Casavant og Natalie Spaeth eru ofurspenntar fyrir Iceland Airwaves.

Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna
Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves.