Lagið er hluti af safni af mestu slögurum Selenu sem kemur út 24. nóvember.
Nýja ballaðan er afar dramatísk og syngur Selena um ástmann sem hún veit að hún á að segja skilið við en getur það ekki.
Margir hafa velt því fyrir sér, og nánast slegið því föstu, að lagið sé um poppprinsinn Justin Bieber en þau Selena hafa verið í haltu mér slepptu mér sambandi um árabil. Selena hefur þó ekki staðfest það.