Býst við um 50.000 gestum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2014 15:22 Hátíðargestir (t.v.) og Grímur Atlason visir/arnþór/aðsent Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma. Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma.
Airwaves Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira