Toyota búið að selja 7 milljón Hybrid bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 09:05 Toyota Prius er söluhæsti Hybrid bíll fyrirtækisins. Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent
Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent