Segir Eggert hafa dylgjað um sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 22:43 Jóhann Páll segir Eggert hafa dylgjað um sig. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira