Öflugri BMW i8 yfir 500 hestöflin Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 13:45 BMW i8 tvinnbíllinn fær brátt öskrandi afl. Tvinnbíllinn BMW i8 er 357 hestöfl og ári sprækur bíll sem fer sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu. Engu að síður ætlar BMW að hefja framleiðslu á BMW i8S útgáfu bílsins sem verður langt yfir 500 hestöfl. Líklega verða framleiddar tvær gerðir, önnur með 320 hestafla brunavél og 204 hestafla rafmótorum, eða samtals 524 hestöfl. Hin gerðin væri þó öflugri, með 480 hestafla brunavél og 109 hestafla rafmótorum, eða samtals 589 hestöfl. Þessar gerðir i8 færu nær því að skreppa að hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum, enda myndu þeir fá breiðari dekk og undirvagn úr koltrefjum. Með þessum gerðum er i8 orðinn ógnarkröftugur sportbíll enda er útlit hans í þá veruna. BMW hyggst hrinda þessu í framkvæmd í tilefni 100 ára afmæli fyrirtækisins árið 2016 og koma þessar gerðir i8 á markað á því ári. Það er ekki M-deild BMW sem sjá mun um þessar breytingar, heldur er það i-deild BMW sem hefur með smíði rafmagnsbíla og tvinnbíla BMW að gera. Eitthvað hefur þetta örugglega líka að gera með það að yfirmaður þeirrar deildar er fyrrum starfsmaður Ferrari. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent
Tvinnbíllinn BMW i8 er 357 hestöfl og ári sprækur bíll sem fer sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu. Engu að síður ætlar BMW að hefja framleiðslu á BMW i8S útgáfu bílsins sem verður langt yfir 500 hestöfl. Líklega verða framleiddar tvær gerðir, önnur með 320 hestafla brunavél og 204 hestafla rafmótorum, eða samtals 524 hestöfl. Hin gerðin væri þó öflugri, með 480 hestafla brunavél og 109 hestafla rafmótorum, eða samtals 589 hestöfl. Þessar gerðir i8 færu nær því að skreppa að hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum, enda myndu þeir fá breiðari dekk og undirvagn úr koltrefjum. Með þessum gerðum er i8 orðinn ógnarkröftugur sportbíll enda er útlit hans í þá veruna. BMW hyggst hrinda þessu í framkvæmd í tilefni 100 ára afmæli fyrirtækisins árið 2016 og koma þessar gerðir i8 á markað á því ári. Það er ekki M-deild BMW sem sjá mun um þessar breytingar, heldur er það i-deild BMW sem hefur með smíði rafmagnsbíla og tvinnbíla BMW að gera. Eitthvað hefur þetta örugglega líka að gera með það að yfirmaður þeirrar deildar er fyrrum starfsmaður Ferrari.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent