Gefur Beyoncé út nýja plötu eftir tíu daga? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 15:00 vísir/getty Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira