Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 12:04 "Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega,“ sagði Omos sem gaf skýrslu í gegnum síma. Vísir Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni, sem búsett eru á Íslandi. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða. „Ég bið dóminn um að átta sig á því að ég verð að fá að sjá son minn. Mér líður mjög illa yfir að fá að sjá hann ekki. Ég bið íslensk stjórnvöld af einlægni að leyfa mér og gefa mér tækifæri til að hitta son minn,“ sagði Omos. Hann er staddur á Ítalíu og gaf því skýrslu símleiðis. „Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega og vegna þess að ég þráði að vera með unnustu minni og syni og vildi vera syni mínum faðir,“ sagði Omos aðspurður hvernig honum hafi liðið þegar honum var birtur úrskurður þess efnis að honum yrði vísað úr landi. Omos kom hingað til lands frá Sviss og óskaði eftir hæli af mannúðarástæðum í október 2011. Beiðni hans var hafnað og ákveðið var að senda hann aftur til Sviss ásamt hælisbeiðninni. Mánuði síðar samþykktu stjórnvöld í Sviss að taka við beiðni hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Lögmaður Omos spurði hvers vegna hann hafi komið til Íslands. Sagðist hann hafa viljað skapa sér líf og vinnu á landinu. Lögmaður Útlendingastofnunar sagði þó að annað kæmi fram í gögnum málsins. „Ég var á leiðinni til Kanada áður en ég var stöðvaður af íslenskri lögreglu,“ sagði Omos en hann átti kærustu í Kanada á þeim tíma. Þá var hann spurður út í daginn sem hann var sendur úr landi. „Þegar ég fékk fréttir um að það væri komið að því að vísa mér úr landi þá sat ég í fangaklefa. Það hafði ekkert gerst í mínum málum og ég batt vonir við að lögfræðingur minn næði einhverjum árangri. Ég fékk ekki tækifæri til að hafa samband við lögmann minn. Lögreglan kom um nóttina og náði í mig. Klukkan var fimm um morgun og það var farið með mig út á völl,“ sagði Omos. „Mér var sagt að ég væri ekki löglegur í Sviss. Ég fékk aldrei tækifæri til að skýra mál mitt. Það eina sem þau sögðu var „farðu, farðu farðu við getum einungis hjálpað þér að fara aftur til Afríku“,“ bætti hann við og sagðist ósáttur við óblíðar móttökur stjórnvalda í Sviss. Omos dvaldist í Sviss í um tvo mánuði áður en hann var sendur til Ítalíu þar sem hann dvelst í dag. „Sérðu fyrir þér að vera virkur þátttakandi á Íslandi?“ spurði Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, hann að lokum. „Já ég get sannarlega gert það og aðalmarkmið mitt er að sjá barni mínu farborða,“ sagði Omos að lokum. Evelyn Glory Joseph, unnusta og barnsmóðir Omos, sagði samband þeirra tveggja hafa hafist áður en hún kom til landsins. Hún hefði komið til landsins til þess að vera með honum. Aðspurð hvort henni hafi verið kunnugt um samband Omos við konu í Kanada sagði hún svo ekki vera, ekki fyrr en hún kom til landsins. Hún sagði samband þeirra gott en sagði brottvísun hans hafa tekið mikið á sig andlega. „Hann sagði mér að hann vildi vera í felum af því að hann vildi vera með barnið sitt. Þetta hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég var barnshafandi og þetta var mikið stress því ég vissi ekki hvað ég vildi gera,“ sagði hún. Barnið fæddist 3.febrúar síðastliðinn, eftir að Omos var vísað úr landi. Aðspurð hver tengsl Omos við barnið sagði hún það nær ekkert. „Ég held það sé ekki hægt að tala um neitt gott samband á milli þeirra. Þó hann sjái hann daglega á Skype þá er það ekki besta leiðin til að skapa tengsl.“ Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lekamálið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni, sem búsett eru á Íslandi. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða. „Ég bið dóminn um að átta sig á því að ég verð að fá að sjá son minn. Mér líður mjög illa yfir að fá að sjá hann ekki. Ég bið íslensk stjórnvöld af einlægni að leyfa mér og gefa mér tækifæri til að hitta son minn,“ sagði Omos. Hann er staddur á Ítalíu og gaf því skýrslu símleiðis. „Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega og vegna þess að ég þráði að vera með unnustu minni og syni og vildi vera syni mínum faðir,“ sagði Omos aðspurður hvernig honum hafi liðið þegar honum var birtur úrskurður þess efnis að honum yrði vísað úr landi. Omos kom hingað til lands frá Sviss og óskaði eftir hæli af mannúðarástæðum í október 2011. Beiðni hans var hafnað og ákveðið var að senda hann aftur til Sviss ásamt hælisbeiðninni. Mánuði síðar samþykktu stjórnvöld í Sviss að taka við beiðni hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Lögmaður Omos spurði hvers vegna hann hafi komið til Íslands. Sagðist hann hafa viljað skapa sér líf og vinnu á landinu. Lögmaður Útlendingastofnunar sagði þó að annað kæmi fram í gögnum málsins. „Ég var á leiðinni til Kanada áður en ég var stöðvaður af íslenskri lögreglu,“ sagði Omos en hann átti kærustu í Kanada á þeim tíma. Þá var hann spurður út í daginn sem hann var sendur úr landi. „Þegar ég fékk fréttir um að það væri komið að því að vísa mér úr landi þá sat ég í fangaklefa. Það hafði ekkert gerst í mínum málum og ég batt vonir við að lögfræðingur minn næði einhverjum árangri. Ég fékk ekki tækifæri til að hafa samband við lögmann minn. Lögreglan kom um nóttina og náði í mig. Klukkan var fimm um morgun og það var farið með mig út á völl,“ sagði Omos. „Mér var sagt að ég væri ekki löglegur í Sviss. Ég fékk aldrei tækifæri til að skýra mál mitt. Það eina sem þau sögðu var „farðu, farðu farðu við getum einungis hjálpað þér að fara aftur til Afríku“,“ bætti hann við og sagðist ósáttur við óblíðar móttökur stjórnvalda í Sviss. Omos dvaldist í Sviss í um tvo mánuði áður en hann var sendur til Ítalíu þar sem hann dvelst í dag. „Sérðu fyrir þér að vera virkur þátttakandi á Íslandi?“ spurði Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, hann að lokum. „Já ég get sannarlega gert það og aðalmarkmið mitt er að sjá barni mínu farborða,“ sagði Omos að lokum. Evelyn Glory Joseph, unnusta og barnsmóðir Omos, sagði samband þeirra tveggja hafa hafist áður en hún kom til landsins. Hún hefði komið til landsins til þess að vera með honum. Aðspurð hvort henni hafi verið kunnugt um samband Omos við konu í Kanada sagði hún svo ekki vera, ekki fyrr en hún kom til landsins. Hún sagði samband þeirra gott en sagði brottvísun hans hafa tekið mikið á sig andlega. „Hann sagði mér að hann vildi vera í felum af því að hann vildi vera með barnið sitt. Þetta hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég var barnshafandi og þetta var mikið stress því ég vissi ekki hvað ég vildi gera,“ sagði hún. Barnið fæddist 3.febrúar síðastliðinn, eftir að Omos var vísað úr landi. Aðspurð hver tengsl Omos við barnið sagði hún það nær ekkert. „Ég held það sé ekki hægt að tala um neitt gott samband á milli þeirra. Þó hann sjái hann daglega á Skype þá er það ekki besta leiðin til að skapa tengsl.“ Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lekamálið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira