Mikil spenna fyrir lokahringinn í Tyrklandi 15. nóvember 2014 16:22 Wade Ormsby hefur leikið vel hingað til í Tyrklandi. Getty Ástralski kylfingurinn Wade Ormsby leiðir fyrir lokahringinn á Turkish Airlines Open sem fram fer í Antalya í Tyrklandi en eftir fyrstu þrjá hringina er hann á 12 höggum undir pari.Ian Poulter leiddi fyrir þriðja hring en hann lék alls ekki vel á Montgomerie Maxx Royal vellinum í dag og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann er þó enn meðal efstu manna og deilir öðru sætinu með Lee Westwood og Marcel Siem á 11 höggum undir pari.Miguel Angel Jimenez sem leiddi eftir fyrsta hring situr einn í sjöunda sæti á níu höggum undir pari en hann þarf að eiga frábæran lokahring ef hann ætlar að bæta met sitt enn frekar sem elsti kylfingur sem sigrað hefur í móti á Evrópumótaröðinni. Þá vekur athygli að John Daly er í toppbaráttunni en Daly fékk boð frá styrktaraðilum mótsins um að taka þátt um helgina. Hann er á átta höggum undir pari en þessi litríki kylfingur hefur átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu og gaman er að sjá hann ofarlega á skortöflunni á ný. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í fyrramálið frá 08:30. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Wade Ormsby leiðir fyrir lokahringinn á Turkish Airlines Open sem fram fer í Antalya í Tyrklandi en eftir fyrstu þrjá hringina er hann á 12 höggum undir pari.Ian Poulter leiddi fyrir þriðja hring en hann lék alls ekki vel á Montgomerie Maxx Royal vellinum í dag og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann er þó enn meðal efstu manna og deilir öðru sætinu með Lee Westwood og Marcel Siem á 11 höggum undir pari.Miguel Angel Jimenez sem leiddi eftir fyrsta hring situr einn í sjöunda sæti á níu höggum undir pari en hann þarf að eiga frábæran lokahring ef hann ætlar að bæta met sitt enn frekar sem elsti kylfingur sem sigrað hefur í móti á Evrópumótaröðinni. Þá vekur athygli að John Daly er í toppbaráttunni en Daly fékk boð frá styrktaraðilum mótsins um að taka þátt um helgina. Hann er á átta höggum undir pari en þessi litríki kylfingur hefur átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu og gaman er að sjá hann ofarlega á skortöflunni á ný. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í fyrramálið frá 08:30.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira