Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 19:17 Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent. Alþingi Lekamálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Meirihluti landsmanna telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér ráðherradómi, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Mesti munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. Meirihlutinn vill að ráðherra víki Tæp 50 prósent telur að Hanna Birna eigi að hætta en rúm 30 prósent eru því mótfallin. Fjórtán prósent sögðust óákveðin og 4 prósent vildu ekki svara. Rúmlega 80 prósent tóku hins vegar afstöðu til spurningarinnar og af þeim vilja 60 prósent að ráðherrann víki en 40 prósent vill það ekki. Skiptingin er svipuð innan allra kjördæma sem og á milli kynja. Hjá hópnum 50 ára og eldri skiptast skoðanir til helminga. Mun fleiri innan yngri hóps, 18 til 49 ára telja hins vegar að Hanna Birna eigi að segja af sér. Rúm 70 prósent eru á þeirri skoðun en tæp 30 prósent vilja það ekki. Ekki allir stuðningsmenn jákvæðir Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins var hlynntur afsögn en 75 prósent prósent ekki. Afstaða þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn er hins vegar nokkuð jafnt skipt en meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill afsögn ráherrans. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta sýndi hve veika og erfiða stöðu Hanna Birna hefði. Það vekti upp spurningar um hvort að 75 prósent Sjálfstæðisflokksins teldist breiður og almennur stuðningur eins og þingflokkurinn lýsti yfir í vikunni gagnvart Hönnu Birnu. Einnig vekti athygli munurinn á milli kynslóða. Það benti til að stjórnmálamenning væri að breytast þar sem yngra fólk væri ekki eins umburðarlynt gagnvart ráðamönnum og áður. Könnunin var gerð síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag, dagana 12. Og 13.nóvember en á mánudag steig fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu fram og játaði brot sitt um að leka gögnum um hælisleitanda til fjölmiðla og var dæmdur daginn eftir. Úrtakið í könnuninni var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá og talað var við 800 manns í réttum hlutföllum eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 64,3 prósent.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira