Guðný Kristjánsdóttir fékk Súluna í Reykjanesbæ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2014 10:00 Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðný Kristjánsdóttir handhafi menningarverðlaunanna, Eva Björk Sveinsdóttir formaður menningarráðs Reykjanesbæjar. vísir/aðsend Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2014, fór fram við hátíðlega athöfn í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í átjánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Guðný Kristjánsdóttir fyrir framlag sitt til menningar og lista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflavísku listakonunni Elísabetu Ásberg. Handhafa fyrri ára má sjá á vef Reykjanesbæjar. Formaður menningarráðs Eva Björk Sveinsdóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Við sama tækifæri var styrktar-, stuðningsaðilum og þátttakendum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, þakkaður stuðningurinn en þeir voru 87 talsins í ár. Guðný Kristjánsdóttir er fædd í Keflavík þann 7. mars 1967. Hún steig fyrst á svið með Leikfélagi Keflavíkur 14 ára gömul árið 1981 í hlutverki hérakrílis í Rauðhettu og úlfinum. Um tvítugt kom Guðný af fullri alvöru inn í starf leikfélagsins með þátttöku í verkinu Skemmtiferð á vígvöllinn í leikstjórn Huldu Ólafsdóttur, sem Guðný segir eiga stóran þátt í því að hún hóf að leika. Um þetta leyti voru hjól Leikfélagsins farin að snúast á nýjan leik eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Síðan hefur ekkert stöðvað framgang leikfélagsins og hefur Guðný staðið þar í stafni. Á ferli sínum hefur Guðný tekið þátt í uppsetningu á 31 leikverki hjá leikfélaginu, auk þess að taka þátt í fjölmörgum leikverkefnum við hin ýmsu tilefni svo sem þrettándagleði, Ljósanótt, 17. júní o.fl. Þá hefur hún Leikstýrt tveimur verkum fyrir leikfélagið ásamt öðrum. Vorið 1989 kom Guðný inn í stjórn leikfélagsins og árið 1993 var hún gerð að formanni. Allar götur síðan, utan eitt ár, hefur Guðný setið í stjórn félagsins. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2014, fór fram við hátíðlega athöfn í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í átjánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Guðný Kristjánsdóttir fyrir framlag sitt til menningar og lista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflavísku listakonunni Elísabetu Ásberg. Handhafa fyrri ára má sjá á vef Reykjanesbæjar. Formaður menningarráðs Eva Björk Sveinsdóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Við sama tækifæri var styrktar-, stuðningsaðilum og þátttakendum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, þakkaður stuðningurinn en þeir voru 87 talsins í ár. Guðný Kristjánsdóttir er fædd í Keflavík þann 7. mars 1967. Hún steig fyrst á svið með Leikfélagi Keflavíkur 14 ára gömul árið 1981 í hlutverki hérakrílis í Rauðhettu og úlfinum. Um tvítugt kom Guðný af fullri alvöru inn í starf leikfélagsins með þátttöku í verkinu Skemmtiferð á vígvöllinn í leikstjórn Huldu Ólafsdóttur, sem Guðný segir eiga stóran þátt í því að hún hóf að leika. Um þetta leyti voru hjól Leikfélagsins farin að snúast á nýjan leik eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Síðan hefur ekkert stöðvað framgang leikfélagsins og hefur Guðný staðið þar í stafni. Á ferli sínum hefur Guðný tekið þátt í uppsetningu á 31 leikverki hjá leikfélaginu, auk þess að taka þátt í fjölmörgum leikverkefnum við hin ýmsu tilefni svo sem þrettándagleði, Ljósanótt, 17. júní o.fl. Þá hefur hún Leikstýrt tveimur verkum fyrir leikfélagið ásamt öðrum. Vorið 1989 kom Guðný inn í stjórn leikfélagsins og árið 1993 var hún gerð að formanni. Allar götur síðan, utan eitt ár, hefur Guðný setið í stjórn félagsins.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira