Eins og kunnugt er var Gísli Freyr Valdórsson, pólitískur aðstoðarmaður Hönnu Birnu, í gær dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa lekið minnisblaði um heilisleitanda til tveggja fjölmiðla. Hanna Birna segist ekki hafa vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann viðurkenndi það fyrir henni í vikunni.
Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu
„Á þingflokksfundi gær fór ráðherrann, ásamt formanni flokksins, ítarlega yfir málið og lýsti sínum sjónarmiðum. Ég virði hennar sjónarmið í málinu eins og hún hefur alltaf virt mín,“ segir Brynjar í færslunni. „Mismunandi sjónarmið okkar í þessu máli leiðir ekki til vantrausts af minni hálfu á ráðherrann.“
Þá segist Brynjar áður hafa verið ósammála Hönnu Birnu, jafnvel um prinsippmál, án þess að hann hætti stuðningi sínum við hana sem ráðherra. Í athugasemdum við stöðuuppfærsluna segir Brynjar skoðanamuninn ekki vera hvort ráðherra beri pólitíska ábyrgð á aðstoðarmönnum sínum heldur heldur hversu afgerandi ábyrgðin eigi að birtast.