Málið hófst fyrir rétt tæpu ári síðan þegar greint var frá því að vísa ætti hælisleitandanum Tony Omos, sem átti von á barni, úr landi. Í kjölfar þess að boðað hafði verið til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið var tekið saman minnisblað um mál hans. Sama dag lak Gísli minnisblaðinu með eigin breytingum til tveggja fjölmiðla.
Hér fyrir neðan er gagnvirk tímalína sem sýnir helstu atburði í málinu, allt frá því að barnsmóðir Omos steig fram þar til að Gísli var dæmdur í héraðsdómi fyrir lekann.