Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. nóvember 2014 10:14 Gunnar Helgi Kristinsson segir að íslenskir ráðherrar sitji frekar í gegnum pólitískt stormviðri. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að íslenskir stjórnmálamenn ákveði frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum þá en kollegar þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi og heldur áfram: „Þetta er líklega skortur á hefð. Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Gunnar Helgi segir að yfirleitt sé talað um tvenns konar áhrif ráðherra. „Það er hin lagalega ábyrgð sem er ansi skýr og einföld; hefur hann brotið lög eða ekki. Hér á landi er sérstakt kerfi til um lagalega ábyrgð ráðherra sem er Landsdómur. Hann er umdeilt fyrirbæri og kannski ekki skilvirkasta eða heppilegasta leiðin. En svo er pólitíska ábyrgðin, hún snýst bara um traust. Hún snýst um þetta; er hægt að ætlast til þess að umbjóðendur þínir hafi traust á þér? Í tilviki ráðherrans eru umbjóðendur annars vegar ríkisstjórnin og hins vegar flokkurinn hans. Oft í nágrannalöndum segja ráðherrar af sér því þeir vilja hlífa umbjóðendum sínum við neikvæðu umtali og einhverju slíku. Í því þarf ekki að fylgja að þeir játi sök eða neitt þvíumlíkt.“ Landsdómur Lekamálið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að íslenskir stjórnmálamenn ákveði frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum þá en kollegar þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi og heldur áfram: „Þetta er líklega skortur á hefð. Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Gunnar Helgi segir að yfirleitt sé talað um tvenns konar áhrif ráðherra. „Það er hin lagalega ábyrgð sem er ansi skýr og einföld; hefur hann brotið lög eða ekki. Hér á landi er sérstakt kerfi til um lagalega ábyrgð ráðherra sem er Landsdómur. Hann er umdeilt fyrirbæri og kannski ekki skilvirkasta eða heppilegasta leiðin. En svo er pólitíska ábyrgðin, hún snýst bara um traust. Hún snýst um þetta; er hægt að ætlast til þess að umbjóðendur þínir hafi traust á þér? Í tilviki ráðherrans eru umbjóðendur annars vegar ríkisstjórnin og hins vegar flokkurinn hans. Oft í nágrannalöndum segja ráðherrar af sér því þeir vilja hlífa umbjóðendum sínum við neikvæðu umtali og einhverju slíku. Í því þarf ekki að fylgja að þeir játi sök eða neitt þvíumlíkt.“
Landsdómur Lekamálið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira