Þrír nýir frá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 12:40 Það dælast út ný módel af Porsche bílum þessa dagana. Porsche mun kynna nýja 911 Carrera GTS og Cayenne GTS á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 21. nóvember. Auk þess verður þar sýnd ný viðhafnarútgáfa Porsche Panamera sem aðeins er framleidd í 100 eintökum. Porsche 911 Carrera GTS brúar bilið á milli Carrera S og 911 GT3 bílanna, ekki síst hvað afl varðar. Hann er með 430 hestafla vél og fæst bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi og einnig sem blæjubíll. Porsche Cayenne GTS er 440 hestöfl, með stífari fjöðrun en Cayenne S og 24 mm lægri frá vegi. Því verður hann meiri akstursbíll en ekki eins hæfur í torfærum. Porsche fyrirtækið er á afar góðri siglingu þessa dagana og hefur aukið við söluna um 14% frá fyrra ári fyrstu 10 mánuði ársins. Heildarsalan er 151.500 bílar, en í október jókst salan um 18% og seldust þá 15.800 bílar. Í Evrópu hafa selst 49.300 af þessum bílum það sem af er ári og vöxturinn 17%. Kína slær því þó við með 19% vöxt en þar hafa selst 36.000 bílar. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent
Það dælast út ný módel af Porsche bílum þessa dagana. Porsche mun kynna nýja 911 Carrera GTS og Cayenne GTS á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 21. nóvember. Auk þess verður þar sýnd ný viðhafnarútgáfa Porsche Panamera sem aðeins er framleidd í 100 eintökum. Porsche 911 Carrera GTS brúar bilið á milli Carrera S og 911 GT3 bílanna, ekki síst hvað afl varðar. Hann er með 430 hestafla vél og fæst bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi og einnig sem blæjubíll. Porsche Cayenne GTS er 440 hestöfl, með stífari fjöðrun en Cayenne S og 24 mm lægri frá vegi. Því verður hann meiri akstursbíll en ekki eins hæfur í torfærum. Porsche fyrirtækið er á afar góðri siglingu þessa dagana og hefur aukið við söluna um 14% frá fyrra ári fyrstu 10 mánuði ársins. Heildarsalan er 151.500 bílar, en í október jókst salan um 18% og seldust þá 15.800 bílar. Í Evrópu hafa selst 49.300 af þessum bílum það sem af er ári og vöxturinn 17%. Kína slær því þó við með 19% vöxt en þar hafa selst 36.000 bílar.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent