SVFR áfram með Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2014 12:13 Rögnvaldur Jónsson með stærsta laxinn úr Leirvogsá í sumar Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði
Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði