Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að gefa Stöð 2 viðtal um lekamálið Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2014 19:15 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að veita fréttastofunni viðtal vegna lekamálsins. En ítrekað hefur verið óskað eftir viðtali við hana frá því upplýst var um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi samskipti núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Meðal annars um innihald þeirrar greinargerðar sem lögreglustjórinn afhenti aðstoðarmanninum. Allt frá því upplýst var í byrjun síðustu viku að Gísli Freyr Valdórsson fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefði átt í símasamskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum daginn eftir að fréttir byggðar á lekanum um Tony Omos birtust í fjölmiðlum í fyrra og fengið frá henni greinargerð um málið það sama kvöld, hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við lögreglustjórann. Fyrst var óskað eftir viðtali við hana þriðjudaginn 18. nóvember í síðustu viku en hún svaraði sjálf ekki símanum en sendi eftir margar ítrekanir eftirfarandi smáskilaboð.(18 nóvember) Sæll. Sendi tilkynningu. Næ ekki að hringja. Bestu kveðjur. SBG í tilkynningu lögreglustjórans staðfestir hún að hafa sent Gísla Frey greinargerðina.Hins vegar hefur lögreglustjóri ekki upplýst hvers vegna hún gerði ríkissaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu ekki grein fyrir því að hún hafði átt þessi samskipti við Gísla Frey, eftir að hann var ákærður fyrir lekann. Þá segir hún að það sé ekkert óvenjulegt við samskipti hennar við aðstoðarmanninn, þótt Fréttablaðið hafi greint frá því hinn 24. nóvember síðast liðinn að enginn yfirmaður l í lögreglustjóraumdæmum landsins sem blaðið ræddi við kannist við að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjóranna furðuðu sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Það er því full ástæða til að núverandi æðsti yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gefi fréttastofunni færi á að taka við hana viðtal. En hér koma svör lögreglustjórans í smáskilaboðum við þeirri ósk: (19 nóvember) Sæll, ég tjái mig ekki meira um málið en vísa í yfirlýsingu mína frá því í gær. Góð kveðja, SBG (24 nóvember) Sæll, ég reyni að hafa samband síðar í dag. Bestu kveðjur, SBG (24 nóvember) Sæll, ég mun ekki gefa kost á mér í viðtal í dag. Bestu kveðjur, SBG (24 nóvember) Eigum við ekki að taka stöðuna aftur á morgun? (25 nóvember) Sæll, er heima með gubbandi smábarn. Ekkert viðtal mögulegt. Bestu kveðjur, SBG (26 nóvember) Sæll. Gef ekki kost á mér í viðtal. Takk fyrir þolinmæðina. Bestu kveðjur, SBG Þá hefur Sigríður Björk heldur ekki hirt um að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofunnar um þessi mál. Lekamálið Tengdar fréttir Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu. 24. nóvember 2014 07:00 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands. 26. nóvember 2014 07:00 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjóri afhenti aðstoðarmanni gögn sem hann mátti ekki biðja um Í svari innanríkisráðuneytisins til fréttastofu kemur fram að Gísli Freyr Valdórsson mátti ekki óska eftir upplýsingum sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum veitti honum. 21. nóvember 2014 18:30 Mikil völd en engin ábyrgð Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. 22. nóvember 2014 22:46 Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins segir aðstoðarmann ráðherra ekki hafa mátt fá greinargerð sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum afhenti. Aðstoðarmaðurinn leyndi skjalinu sem ekki er skráð hjá ráðuneytinu. 22. nóvember 2014 07:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að veita fréttastofunni viðtal vegna lekamálsins. En ítrekað hefur verið óskað eftir viðtali við hana frá því upplýst var um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi samskipti núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Meðal annars um innihald þeirrar greinargerðar sem lögreglustjórinn afhenti aðstoðarmanninum. Allt frá því upplýst var í byrjun síðustu viku að Gísli Freyr Valdórsson fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefði átt í símasamskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum daginn eftir að fréttir byggðar á lekanum um Tony Omos birtust í fjölmiðlum í fyrra og fengið frá henni greinargerð um málið það sama kvöld, hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við lögreglustjórann. Fyrst var óskað eftir viðtali við hana þriðjudaginn 18. nóvember í síðustu viku en hún svaraði sjálf ekki símanum en sendi eftir margar ítrekanir eftirfarandi smáskilaboð.(18 nóvember) Sæll. Sendi tilkynningu. Næ ekki að hringja. Bestu kveðjur. SBG í tilkynningu lögreglustjórans staðfestir hún að hafa sent Gísla Frey greinargerðina.Hins vegar hefur lögreglustjóri ekki upplýst hvers vegna hún gerði ríkissaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu ekki grein fyrir því að hún hafði átt þessi samskipti við Gísla Frey, eftir að hann var ákærður fyrir lekann. Þá segir hún að það sé ekkert óvenjulegt við samskipti hennar við aðstoðarmanninn, þótt Fréttablaðið hafi greint frá því hinn 24. nóvember síðast liðinn að enginn yfirmaður l í lögreglustjóraumdæmum landsins sem blaðið ræddi við kannist við að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjóranna furðuðu sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Það er því full ástæða til að núverandi æðsti yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gefi fréttastofunni færi á að taka við hana viðtal. En hér koma svör lögreglustjórans í smáskilaboðum við þeirri ósk: (19 nóvember) Sæll, ég tjái mig ekki meira um málið en vísa í yfirlýsingu mína frá því í gær. Góð kveðja, SBG (24 nóvember) Sæll, ég reyni að hafa samband síðar í dag. Bestu kveðjur, SBG (24 nóvember) Sæll, ég mun ekki gefa kost á mér í viðtal í dag. Bestu kveðjur, SBG (24 nóvember) Eigum við ekki að taka stöðuna aftur á morgun? (25 nóvember) Sæll, er heima með gubbandi smábarn. Ekkert viðtal mögulegt. Bestu kveðjur, SBG (26 nóvember) Sæll. Gef ekki kost á mér í viðtal. Takk fyrir þolinmæðina. Bestu kveðjur, SBG Þá hefur Sigríður Björk heldur ekki hirt um að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofunnar um þessi mál.
Lekamálið Tengdar fréttir Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu. 24. nóvember 2014 07:00 Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05 Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands. 26. nóvember 2014 07:00 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjóri afhenti aðstoðarmanni gögn sem hann mátti ekki biðja um Í svari innanríkisráðuneytisins til fréttastofu kemur fram að Gísli Freyr Valdórsson mátti ekki óska eftir upplýsingum sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum veitti honum. 21. nóvember 2014 18:30 Mikil völd en engin ábyrgð Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. 22. nóvember 2014 22:46 Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins segir aðstoðarmann ráðherra ekki hafa mátt fá greinargerð sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum afhenti. Aðstoðarmaðurinn leyndi skjalinu sem ekki er skráð hjá ráðuneytinu. 22. nóvember 2014 07:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu. 24. nóvember 2014 07:00
Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur til Gísla Freys. 21. nóvember 2014 14:05
Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands. 26. nóvember 2014 07:00
Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00
Lögreglustjóri afhenti aðstoðarmanni gögn sem hann mátti ekki biðja um Í svari innanríkisráðuneytisins til fréttastofu kemur fram að Gísli Freyr Valdórsson mátti ekki óska eftir upplýsingum sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum veitti honum. 21. nóvember 2014 18:30
Mikil völd en engin ábyrgð Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. 22. nóvember 2014 22:46
Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins segir aðstoðarmann ráðherra ekki hafa mátt fá greinargerð sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum afhenti. Aðstoðarmaðurinn leyndi skjalinu sem ekki er skráð hjá ráðuneytinu. 22. nóvember 2014 07:00