Eldar sex kalkúna fyrir þakkargjörðarhátíðina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 20:00 Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy. Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy.
Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira