EVE myndband fer eins og eldur í sinu um internetið Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2014 15:02 EVE heimurinn er gríðarlega stór. Mynd/CCP Tölvuleikjafyrirtækið CCP birti nýverið heimasíðuna eve101.com, þar sem nýjum leikmönnum er gert auðveldara að læra á innviði EVE Online leiksins. Þar eru birt kennslumyndbönd og leiðbeiningar frá því hvernig stýra á skipum í leiknum og hvernig skipin sjálf virka. Þar að auki birti fyrirtækið myndbandið: This is EVE. sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Þar eru raunverulega samtöl leikmanna sett saman við myndbönd úr leiknum. „Við höfum gefið út myndbönd úr og tengd EVE Online í um áratug, en aldrei séð viðbrögð sem þessi,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er Gary Whitta, en sá er að skrifa nýjustu mynd Star Wars seríunnar. Hann segir þetta vera bestu auglýsingu sem hann hefur séð.This is one of the best advertisements for anything that I've ever seen. https://t.co/eTp09mRAVD— Gary Whitta (@garywhitta) November 22, 2014 Á um 24 tímum hafa rúmlega milljón manns séð myndbandið og jákvæðar umfjallanir fjölmiðla og áhrifamanna í þessum geira hrúgast inn. Þegar hafa miðlar eins PC Gamer, RPS og Gameinformer fjallað um myndbandið. „Í kjölfar þeirra fyrirspurna sem við höfum fengið í morgun er ljóst að við eigum eftir að sjá frekari umfjallanir eftir því sem líður á vikuna, og að útbreyðsla þess á netinu er rétt að byrja,“ segir Eldar. „Það er jákvætt að sjá góð viðbrögð spilara leiksins við myndbandinu haldast í hendur við þær breytingar sem við höfum verið að gera á þróun leiksins undanfarna mánuði.” Myndbandið var frumsýnt á EVE Down under ráðstefnu EVE Online spilara í Ástralíu um helgina. Töluverðar breytingar hafa átt sér í þróun EVE Online undanfarna mánuði. Í takt við það sem CCP boðaði á EVE Fanfest ráðstefnunni í Reykjavík fyrr í ár gefur fyrirtækið nú út viðbætur við leikinn á 6 vikna fresti, í stað um 6 mánaða áður. Þetta gefur fyrirtækinu kost á að gera örari breytingar á leiknum, í takt við framvindu hans og í kjölfar viðbragða spilara leiksins. Leikjavísir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið CCP birti nýverið heimasíðuna eve101.com, þar sem nýjum leikmönnum er gert auðveldara að læra á innviði EVE Online leiksins. Þar eru birt kennslumyndbönd og leiðbeiningar frá því hvernig stýra á skipum í leiknum og hvernig skipin sjálf virka. Þar að auki birti fyrirtækið myndbandið: This is EVE. sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Þar eru raunverulega samtöl leikmanna sett saman við myndbönd úr leiknum. „Við höfum gefið út myndbönd úr og tengd EVE Online í um áratug, en aldrei séð viðbrögð sem þessi,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er Gary Whitta, en sá er að skrifa nýjustu mynd Star Wars seríunnar. Hann segir þetta vera bestu auglýsingu sem hann hefur séð.This is one of the best advertisements for anything that I've ever seen. https://t.co/eTp09mRAVD— Gary Whitta (@garywhitta) November 22, 2014 Á um 24 tímum hafa rúmlega milljón manns séð myndbandið og jákvæðar umfjallanir fjölmiðla og áhrifamanna í þessum geira hrúgast inn. Þegar hafa miðlar eins PC Gamer, RPS og Gameinformer fjallað um myndbandið. „Í kjölfar þeirra fyrirspurna sem við höfum fengið í morgun er ljóst að við eigum eftir að sjá frekari umfjallanir eftir því sem líður á vikuna, og að útbreyðsla þess á netinu er rétt að byrja,“ segir Eldar. „Það er jákvætt að sjá góð viðbrögð spilara leiksins við myndbandinu haldast í hendur við þær breytingar sem við höfum verið að gera á þróun leiksins undanfarna mánuði.” Myndbandið var frumsýnt á EVE Down under ráðstefnu EVE Online spilara í Ástralíu um helgina. Töluverðar breytingar hafa átt sér í þróun EVE Online undanfarna mánuði. Í takt við það sem CCP boðaði á EVE Fanfest ráðstefnunni í Reykjavík fyrr í ár gefur fyrirtækið nú út viðbætur við leikinn á 6 vikna fresti, í stað um 6 mánaða áður. Þetta gefur fyrirtækinu kost á að gera örari breytingar á leiknum, í takt við framvindu hans og í kjölfar viðbragða spilara leiksins.
Leikjavísir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira