Hyundai-Kia nálgast 8 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 14:35 Hyundai Sonata. S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent
S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent