Reglulega eru skrifaðir pistlar um hvernig megi bragðbæta brund. Ef þú spyrð google þá eru 668.000 niðurstöður sem fjalla einmitt um það hvernig megi gera brund gott á bragðið.
Þetta var gert sérstaklega eftirminnilegt í einum þætti af „Beðmál í Borginni“ þar sem Samantha lendir á manni með „funky spunk“ eða brundi sem er undarlegt á bragðið.
Í pistlum sem fjalla um bragðbætandi mataræði mæla þeir oftar en ekki með því að neyta sérstaklega mikið af ákveðnum ávextum og þá er ananas gjarnan nefndur fremstur í flokki.
Nú er komin tími til að hreinsa upp ákveðin misskilning.
Mataræði getur haft áhrif á bragðið af brundi en brund verður aldrei gott á bragðið.
Ef þú trúir því ekki, smakkaðu þá.

Það er talað um að brund geti verið bitrara og jafnvel súrara hjá þeim sem neyta mikið af brösuðum mat (djúpsteiktum mat og skyndibita), reykja, drekka mikið áfengi og kaffi. Ávextir geta aftur á móti gert það sætara.
Ef þú ert að pæla í bragðinu og hvort breyting í mataræði geti haft áhrif þá getur þú prófað einfalda tilraun sjálfur. Smakkaðu á mánudegi. Breyttu um mataræði í um 7 daga og smakkaðu svo aftur, fannstu mun?
Þá er gott að taka það fram að það að gleypa sæði er ekki nauðsynlegur hluti af munnmökum og að allir kynsjúkdómar geta smitast með munnmökum svo vissara er að nota smokkinn!