Land Rover kærir kínverska eftiröpun Evoque Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 11:46 LandWind X7 er algjör eftiröpun Land Rover Evoque. Kínversku bílaframleiðendurnir Changan Auto og Jiangling Motors framleiða í samstarfi bíl sem nefndur er LandWind X7 og er hrein eftiröpun á Land Rover Evoque smájeppanum. Því ætlar Land Rover ekki að una og hefur nú kært framleiðendurna. Þessir tveir kínversku framleiðendur eru í samstarfi við PSA/Peugeot-Citroën og Ford en kæra Land Rover snýr ekki beint að þeim þekktu fyrirtækjum en býr engu að síður til óþægilegt ástand milli þessara framleiðenda. LandWind X7 eftiröpunin er miklu ódýrari bíll en Land Rover Evoque, sem einnig er seldur í Kína. Evoque kostar þar um 7,7 milljónir króna en LandWind X7 bíllinn aðeins 2,7 milljónir og er því nærfellt þrisvar sinnum ódýrari. Eftiröpunin á Evoque en langt frá því einsdæmi hjá kínverskum bílaframleiðendum en þeir hafa til dæmis einnig apað eftir bílum frá Volkswagen, Cadillac og Ford, auk þess sem einn sportbíll þaðan er blanda af tilteknum bílgerðum frá Lotus, Lamborghini og Ferrari. Innrétting hans er reyndar eftiröpun frá Audi R8 og stýrið frá Opel. Þeim virðist því fétt heilagt er kemur að því að stela hönnun annarra. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Kínversku bílaframleiðendurnir Changan Auto og Jiangling Motors framleiða í samstarfi bíl sem nefndur er LandWind X7 og er hrein eftiröpun á Land Rover Evoque smájeppanum. Því ætlar Land Rover ekki að una og hefur nú kært framleiðendurna. Þessir tveir kínversku framleiðendur eru í samstarfi við PSA/Peugeot-Citroën og Ford en kæra Land Rover snýr ekki beint að þeim þekktu fyrirtækjum en býr engu að síður til óþægilegt ástand milli þessara framleiðenda. LandWind X7 eftiröpunin er miklu ódýrari bíll en Land Rover Evoque, sem einnig er seldur í Kína. Evoque kostar þar um 7,7 milljónir króna en LandWind X7 bíllinn aðeins 2,7 milljónir og er því nærfellt þrisvar sinnum ódýrari. Eftiröpunin á Evoque en langt frá því einsdæmi hjá kínverskum bílaframleiðendum en þeir hafa til dæmis einnig apað eftir bílum frá Volkswagen, Cadillac og Ford, auk þess sem einn sportbíll þaðan er blanda af tilteknum bílgerðum frá Lotus, Lamborghini og Ferrari. Innrétting hans er reyndar eftiröpun frá Audi R8 og stýrið frá Opel. Þeim virðist því fétt heilagt er kemur að því að stela hönnun annarra.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent