Foringinn fimmtugur - nýtt myndband frá Kátum piltum Tinni Sveinsson skrifar 22. nóvember 2014 11:00 Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“ Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hallur Helgason, Hafnfirðingur, Færeyringur, barnastjarna, leikari, trymbill, fyrrverandi leikhús- og útvarpsstjóri, einkaflugmaður og rútubílstjóri, er fimmtugur í dag. Efnt verður til samkomu af því tilefni í húsakynnum Leikfélags Hafnarfjarðar í kvöld. Eins og upptalningin gefur til kynna er Halli margt til lista lagt, en ef undan er skilið aðalhlutverk í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, er hann líkast til þekktastur fyrir það að vera trymbill í hinni fornfrægu sveit Kátum piltum úr Hafnarfirði, en þeir laumuðust í stúdíó til Jóns Indriðasonar af þessu tilefni og sungu lag sem fjallar um Hall -- og er honum til heiðurs. Sérstök afmælisútgáfa. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður, æskuvinur Halls, klippti svo saman við lagið nokkur atriði frá ferli hans, eins og sjá má í meðfylgjandi vídeói. Lagið heitir Teppabúðin og hefur aldrei verið flutt opinberlega. Það var samið í einum af túrum hljómsveitarinnar um landið, á Dalvík nánar tiltekið. Þá hafði Atli Geir Grétarsson söngvari hljómsveitarinnar vogað sér að finna að því að völlur var á Halli, og bað hann vinsamlegast um að halda sig á mottunni. Hallur, eða Foringinn eins og hann er jafnan kallaður, svaraði yfir sig hneykslaður af bragði: „Á mottunni?! Ég á alla teppabúðina!“ Og á eftir fylgdi þvílík ræða að við henni var ekkert svar til nema semja lag. En, nú stendur mikið til og munu Kátir piltar og Stuðmenn skemmta í afmælishófinu í kvöld. „Já, eins ótrúlega og það nú hljómar þá mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist að Stuðmenn og Kátir piltar troða upp saman. Eða, eru á sama venjúínu eins og það heitir víst nú,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari, félagi Halls og Kátur piltur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að dr. Gunni rokksöguspekingur sé að taka niður punkta, því þetta er sögulegur viðburður. Og, slíkur er máttur Foringjans.“Foringinn? „Já, hann hefur nú lengstum verið kallaður Foringinn. Hefur reyndar verið kallaður eitt og annað í gegnum tíðina svo sem Luri lúnkni, Rakarinn, Flónarinn og það nýjasta sem er Halli frjálsi. En Foringinn er það nú helst. Og saga frá því að segja hvernig sú nafngift kom til, en sú saga verður aldrei sögð opinberlega. Eða, kannski í kvöld.“
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira