Sveppahjúpað hátíðarhreindýr Rikka skrifar 5. desember 2014 15:30 visir/Rikka Margir eru með hreindýrakjöt á hátíðarborðinu. Hér Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati Hreindýravöðvi í sveppahjúp 800 gr fullhreinsaður hreindýravöðvi 2 box sveppir (smátt skornir ) 5 stk skallotlaukur (skrældur og smátt skorinn) 1 hvítlauksrif (fínt rifið) 4 msk brauðraspur 1 poki spínat Ólífuolía til steikingar Svartur pipar úr kvörn Sjávarsalt Hitið pönnu með olíu á og steikið sveppina í 3 mín, bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til laukurinn og sveppirnir eru orðnir gullin brúnir. Steikið spínatið upp úr ólífuolíunni, setjið það á skurðarbretti og skerið það niður. Setjið laukinn, sveppina og spínatið í skál með hvítlauknum og brauðraspnum. Smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með olíu og brúnið hreindýrið allan hringinn í ca. 30 sek á hvorri hlið setjið í eldfast mót og hjúpið filleið með hjúpnum. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 13 mín. Takið út og setjið bakka yfir og látið hvíla í 10 mín. Gott er að kjötið nái 52-54 gráðum í kjarnhita.Kremuð sveppasósa 1 stk hvítur laukur 2 hvítlauksrif Olía til steikingar 100 ml hvítvín (má sleppa) 200 gr blandaðir frosnir villisveppir ½ líter rjómi 150 ml kjúklingasoð eða vatn og kraftur Safi úr 1 stk lime Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Kjúklingakraftur Skrælið og skerið laukinn og hvítlaukinn í þunnar skífur. Steikið laukinn við lágan hita þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Hellið hvítvíninu yfir laukinn og sjóðið það niður um helming. Hellið soðinu (eða vatninu) og rjómanum í pottinn og sjóðið við lágan hita í ca 30 mín eða þar til að sósan fer að þykkna. Maukið sósuna með töfrasprota. Smakkið hana til með lime safanum salti, pipar og kjúklingakraftinum eftir smekk.Graskers-, peru- og gráðostasalat 400 gr grasker skorið í kubba 1 stk rauðlaukur gróft skorinn 1 msk rauðvínsedik 1 msk sykur 1 stk fullþroskuð pera 4 msk ristaðar pekanhnetur (5 mín 180 gráður) 20 steinlaus vínber 2 msk gráðostur 1 msk sýrður rjómi ólífuolía sjávarsalt svartur pipar Bakið graskerið við 180 gráðu hita í 30 mín og kælið það niður. Setjið rauðlaukinn í eldfast mót. Veltið honum upp úr edikinu, sykrinum, saltið og piprið og bakið í 10 mín við 180 gráður. Skerið peruna og vínberin niður og setjið í skál með rauðlauknum og graskerinu. Blandið hnetunum út í ásamt sýrða rjómanum og gráðostinum og smakkið til með salti og pipar. Eyþór Rúnarsson Jólamatur Tengdar fréttir Svona gerirðu graflax Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan. 5. desember 2014 14:30 Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Mömmukökur bestar Jólin Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Jólagjafir undir 1000 kr. Jól
Margir eru með hreindýrakjöt á hátíðarborðinu. Hér Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati Hreindýravöðvi í sveppahjúp 800 gr fullhreinsaður hreindýravöðvi 2 box sveppir (smátt skornir ) 5 stk skallotlaukur (skrældur og smátt skorinn) 1 hvítlauksrif (fínt rifið) 4 msk brauðraspur 1 poki spínat Ólífuolía til steikingar Svartur pipar úr kvörn Sjávarsalt Hitið pönnu með olíu á og steikið sveppina í 3 mín, bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til laukurinn og sveppirnir eru orðnir gullin brúnir. Steikið spínatið upp úr ólífuolíunni, setjið það á skurðarbretti og skerið það niður. Setjið laukinn, sveppina og spínatið í skál með hvítlauknum og brauðraspnum. Smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með olíu og brúnið hreindýrið allan hringinn í ca. 30 sek á hvorri hlið setjið í eldfast mót og hjúpið filleið með hjúpnum. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 13 mín. Takið út og setjið bakka yfir og látið hvíla í 10 mín. Gott er að kjötið nái 52-54 gráðum í kjarnhita.Kremuð sveppasósa 1 stk hvítur laukur 2 hvítlauksrif Olía til steikingar 100 ml hvítvín (má sleppa) 200 gr blandaðir frosnir villisveppir ½ líter rjómi 150 ml kjúklingasoð eða vatn og kraftur Safi úr 1 stk lime Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Kjúklingakraftur Skrælið og skerið laukinn og hvítlaukinn í þunnar skífur. Steikið laukinn við lágan hita þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Hellið hvítvíninu yfir laukinn og sjóðið það niður um helming. Hellið soðinu (eða vatninu) og rjómanum í pottinn og sjóðið við lágan hita í ca 30 mín eða þar til að sósan fer að þykkna. Maukið sósuna með töfrasprota. Smakkið hana til með lime safanum salti, pipar og kjúklingakraftinum eftir smekk.Graskers-, peru- og gráðostasalat 400 gr grasker skorið í kubba 1 stk rauðlaukur gróft skorinn 1 msk rauðvínsedik 1 msk sykur 1 stk fullþroskuð pera 4 msk ristaðar pekanhnetur (5 mín 180 gráður) 20 steinlaus vínber 2 msk gráðostur 1 msk sýrður rjómi ólífuolía sjávarsalt svartur pipar Bakið graskerið við 180 gráðu hita í 30 mín og kælið það niður. Setjið rauðlaukinn í eldfast mót. Veltið honum upp úr edikinu, sykrinum, saltið og piprið og bakið í 10 mín við 180 gráður. Skerið peruna og vínberin niður og setjið í skál með rauðlauknum og graskerinu. Blandið hnetunum út í ásamt sýrða rjómanum og gráðostinum og smakkið til með salti og pipar.
Eyþór Rúnarsson Jólamatur Tengdar fréttir Svona gerirðu graflax Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan. 5. desember 2014 14:30 Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Mömmukökur bestar Jólin Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Jólagjafir undir 1000 kr. Jól
Svona gerirðu graflax Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan. 5. desember 2014 14:30