Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í tíunda sæti í 200 m baksundi og komst ekki áfram í úrslitasundið í greininni á HM í 25 m laug sem nú fer fram í Doha í Katar.
Eygló Ósk kom í mark á 2:04,97 mínútum og var 0,19 sekúndum frá Íslandsmeti sínu í greininni.
Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi á HM en öllu jöfnu komast sextán bestu keppendur undanrásanna í undanúrslit. Aðeins átta bestu komust í morgun áfram í úrslitasundið.
Eygló Ósk hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt í greininni um tæpa sekúndu til að komast áfram í úrslitin.
