Kaldar kveðjur til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 4. desember 2014 18:54 Formenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að enginn í þingflokki Sjálfstæðismanna njóti trausts til þess að verða ráðherra. Ummæli Bjarna um að hann hefði leitað til Ólafar Nordal til að fá ráðherra sem nyti óskoraðs trausts hafa vakið athygli. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að löng hefð sé fyrir því að leitað sé til þingflokksformannsins þegar ráðherraembætti losni. Hún telur mögulegt að afstaða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála hafi haft áhrif og jafnvel tengsl hennar við Þóreyju Vilhjálmsdóttur fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir fáránlegt ef svo sé, Hún neitar því ekki að hafa sóst eftir embættinu og segist hugsi yfir niðurstöðunni. Þau Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segja ákvörðun um nýja innanríkisráðherra hafa komið á óvart, en fagna jafnframt endurkomu Ólafar Nordal í stjórnmálin. Árni Páll segir að sé hægt að færa rök fyrir því að sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn. Það sé hinsvegar sérkennilegur rökstuðningur að hann hafi viljað velja ráðherra sem hefði ótvíræðan stuðnings sjálfstæðismanna. Það séu mjög kaldar kveðjur til þingflokksi Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Steingrímsson segir að þetta hljóti að þýða að þingflokkurinn njóti ekki nægilegs trausts. Birgitta Jónsdóttir segist skynja að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum og horft sé framhjá mjög frambærilegu fólki eins og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson hafa verið mjög nánir samstarfsmenn í gegnum tíðina og Ólöf er fyrrverandi varaformaður flokksins. Stefanía segir að hann hafi greinilega lent í klemmu við að gera upp á milli fólks. En hvaða áhrif hefur þetta á stöðu Hönnu Birnu og endurkomu hennar í stjórnmálin? „Ég held að með þessari ráðstöfun, að sækja út fyrir þingflokkinn og fá í liðið fyrrverandi varaformann, finnst manni að hann sé jafnvel að leggja drög að því að fá hana aftur í varaformannsembætti og Hanna Birna sé mögulega á leiðinni úr stjórnmálum,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að enginn í þingflokki Sjálfstæðismanna njóti trausts til þess að verða ráðherra. Ummæli Bjarna um að hann hefði leitað til Ólafar Nordal til að fá ráðherra sem nyti óskoraðs trausts hafa vakið athygli. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að löng hefð sé fyrir því að leitað sé til þingflokksformannsins þegar ráðherraembætti losni. Hún telur mögulegt að afstaða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála hafi haft áhrif og jafnvel tengsl hennar við Þóreyju Vilhjálmsdóttur fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir fáránlegt ef svo sé, Hún neitar því ekki að hafa sóst eftir embættinu og segist hugsi yfir niðurstöðunni. Þau Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segja ákvörðun um nýja innanríkisráðherra hafa komið á óvart, en fagna jafnframt endurkomu Ólafar Nordal í stjórnmálin. Árni Páll segir að sé hægt að færa rök fyrir því að sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn. Það sé hinsvegar sérkennilegur rökstuðningur að hann hafi viljað velja ráðherra sem hefði ótvíræðan stuðnings sjálfstæðismanna. Það séu mjög kaldar kveðjur til þingflokksi Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Steingrímsson segir að þetta hljóti að þýða að þingflokkurinn njóti ekki nægilegs trausts. Birgitta Jónsdóttir segist skynja að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum og horft sé framhjá mjög frambærilegu fólki eins og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson hafa verið mjög nánir samstarfsmenn í gegnum tíðina og Ólöf er fyrrverandi varaformaður flokksins. Stefanía segir að hann hafi greinilega lent í klemmu við að gera upp á milli fólks. En hvaða áhrif hefur þetta á stöðu Hönnu Birnu og endurkomu hennar í stjórnmálin? „Ég held að með þessari ráðstöfun, að sækja út fyrir þingflokkinn og fá í liðið fyrrverandi varaformann, finnst manni að hann sé jafnvel að leggja drög að því að fá hana aftur í varaformannsembætti og Hanna Birna sé mögulega á leiðinni úr stjórnmálum,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira