Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 13:34 Ljósið sem sést fyrir miðju myndarinnar, á milli trjánna, er frá vígahnettinum. LRH Lögreglumenn sem voru á leið um Sæbraut í Reykjavík að kvöldi mánudags í síðustu viku sáu skyndilega vígahnött á himni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn.
Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira