Enn talsverður kraftur í eldgosinu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 16:00 Hraun flæðir enn í átt að varnargörðum við Svartsengi. Þar fer nú fram hraunkæling. Vísir/Vilhelm Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að til samanburðar megi nefna að hraunflæðið í gosinu seinnipartinn í dag, mánudag, sé metinn á við hraunflæðið í kröftugustu gosunum í Fagradalsfjalli. Nyrsti gígurinn er virkastur og frá honum liggur nú megin hraunstraumurinn til austurs. Í nótt sást af og til slettast kvika upp fyrir gígbarma syðsta gígsins en ekki hefur sést til virkni í honum í dag. Svipað á við um miðgíginn sem var virkasti gígurinn fyrstu daga gossins, en verulega dró úr virkni í honum í gær. Samkvæmt tilkynningu hefur ekki sést virkni í honum í dag í vefmyndavélum. Þá kemur einnig fram að hraunstraumurinn sem hefur legið til vesturs hefur hægt á sér og kólnað á yfirborði. Enn megi þó búast við því að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborði í átt að varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið þó svo að dregið hafi töluvert úr framrás þess. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar mældu útbreiðslu hraunsins á laugardaginn þegar gos hafði staðið yfir í um þrjá daga. Þá var heildarrúmmál hrauns orðið um 43 milljónir rúmmetra og þakti það um 8,5 ferkílómetra lands. Þetta er um 65 prósent af því rúmmáli sem kom upp í síðasta eldgosi sem stóð í 14 daga. Þá segir að land haldi áfram að síga í Svartsengi en að hægt hafi á því. Enn sé of snemmt að segja til um það hvort kvikusöfnin haldi áfram undir Svartsengi. Þá er bent á að mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með gosmengun. Vindáttin snúist í dag og verði breytileg og því megi vænta þess að gosmengun geti dreifst um nærliggjandi svæði á suðvesturhelmingi landsins. Sjá gasdreifingarspá og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat og er það óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir til kl. 15, miðvikudaginn 27. nóvember, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Þar segir að til samanburðar megi nefna að hraunflæðið í gosinu seinnipartinn í dag, mánudag, sé metinn á við hraunflæðið í kröftugustu gosunum í Fagradalsfjalli. Nyrsti gígurinn er virkastur og frá honum liggur nú megin hraunstraumurinn til austurs. Í nótt sást af og til slettast kvika upp fyrir gígbarma syðsta gígsins en ekki hefur sést til virkni í honum í dag. Svipað á við um miðgíginn sem var virkasti gígurinn fyrstu daga gossins, en verulega dró úr virkni í honum í gær. Samkvæmt tilkynningu hefur ekki sést virkni í honum í dag í vefmyndavélum. Þá kemur einnig fram að hraunstraumurinn sem hefur legið til vesturs hefur hægt á sér og kólnað á yfirborði. Enn megi þó búast við því að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborði í átt að varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið þó svo að dregið hafi töluvert úr framrás þess. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar mældu útbreiðslu hraunsins á laugardaginn þegar gos hafði staðið yfir í um þrjá daga. Þá var heildarrúmmál hrauns orðið um 43 milljónir rúmmetra og þakti það um 8,5 ferkílómetra lands. Þetta er um 65 prósent af því rúmmáli sem kom upp í síðasta eldgosi sem stóð í 14 daga. Þá segir að land haldi áfram að síga í Svartsengi en að hægt hafi á því. Enn sé of snemmt að segja til um það hvort kvikusöfnin haldi áfram undir Svartsengi. Þá er bent á að mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með gosmengun. Vindáttin snúist í dag og verði breytileg og því megi vænta þess að gosmengun geti dreifst um nærliggjandi svæði á suðvesturhelmingi landsins. Sjá gasdreifingarspá og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat og er það óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir til kl. 15, miðvikudaginn 27. nóvember, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira